Rök gegn gjaldþrotafrumvarpi haldi ekki lengur 20. september 2010 18:26 Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við." Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við."
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira