Framsóknarflokknum boðið atvinnumálaráðuneyti Valur Grettisson skrifar 28. desember 2010 20:54 Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira