Skoska konan, sem bjargað var kaldri og hrakinni af Langjökli í fyrrinótt, dvelur enn á Landsspítalanum, en hún hlaut minniháttar kal á höndum. Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelur hún þar til öryggis, á meðan hún er að jafna sig á miklu andlegu losti, sem hún varð fyrir.
Sonur hennar, sem einnig var bjargað, dvelur með bróður sínum og föður á hóteli í Reykjavík.
Dvelur enn á Landsspítalanum
