Golf

Íslenska liðið spilaði vel í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska keppnisliðið.
Íslenska keppnisliðið. Mynd/GSÍ
Íslenska landsliðið í golfi er komið upp í 21.-26. sæti á HM áhugamannalandsliða í golfi sem nú fer fram í Argentínu.

Ísland er á samtals sjö höggum yfir pari eftir að hafa spilað á aðeins tveimur höggum yfir pari í dag.

Hlynur Geir Hjartarson lék best Íslendinganna í dag eða á pari vallarins, 72 höggum.

Ólafur Björn Loftsson lék á tveimur höggum yfir pari og Guðmundur Kristjánsson fjórum. Tvö bestu skor dagsins gilda og því var Ísland á samtals tveimur höggum yfir í dag.

Danir hafa tekið forystu af Frökkum á mótinu og eru á samtals sex höggum undir pari.

Keppnin er nú hálfnuð en henni lýkur á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×