Mourinho: Leikbann UEFA er verðlaun en ekki refsing Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2010 18:00 Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/Nordic Photos/Getty Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum. „Ég lít á þessa refsingu eins og hvern annan verðlaunapening. Ég ætla ekki að breyta neinu hjá mér. Langamma mín dó fyrir löngu síðan en ég man enn hvað hún sagði mér; Ef að aðrir eru öfundssjúkir út í þig þá ætti þú að vera ánægður," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi. Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald fyrir að tefja leikinn á skrautlegan hátt og strax daginn eftir birtustu myndir af því hvernig Jose Mourinho kom skilaboðum til þeirra í gegnum Jerzy Dudek og Iker Casillas. Með því að ná í sitt annað gula spjald í leiknum fóru Alonso og Ramos í leikbann í lokaleik riðilsins, sem skiptir engu máli, en þeir mæta þess í stað með hreinan skjöld inn í sextán liða úrslitin.Jose Mourinho er sér á báti.Mynd/Nordic Photos/Getty„Ég er ánægður með að það er ein sérstök regla fyrir Jose Mourinho og síðan önnur regla fyrir hina þjálfarana. Þetta er söguleg refsing að mínu mati og ég hef orð langömmu í huga og líta á þetta sem verðlaun en ekki refsingu," sagði Mourinho. Mourinho tekur út eins leiks bann strax en er síðan á skilorði varðandi seinni leikinn. Hann fékk einnig háa sekt líkt og allir leikmennirnir sem komu að málinu. „Ég má ekki yfirgefa mitt tæknilega svæði en aðrir fá að gera það. Ég má ekki taka upp boltann þegar mótherji á hann en aðrir mega gera það. Ég má ekki tala við fjórða dómarann en aðrir mega gera það. Þetta eru líka verðlaun í mínum huga og ég hef engar áhyggjur af þessu," sagði Mourinho og það verður seint of oft sagt að það finnst enginn annar þjálfari eins og hann í heiminum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig í dag í fyrsta sinn um leikbannið sem UEFA dæmdi hann í fyrir að skipa tveimur leikmönnum sínum að sækja sér viljandi rauð spjöld í Meistaradeildarleik á móti Ajax á dögunum. „Ég lít á þessa refsingu eins og hvern annan verðlaunapening. Ég ætla ekki að breyta neinu hjá mér. Langamma mín dó fyrir löngu síðan en ég man enn hvað hún sagði mér; Ef að aðrir eru öfundssjúkir út í þig þá ætti þú að vera ánægður," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi. Xabi Alonso og Sergio Ramos fengu báðir sitt annað gula spjald fyrir að tefja leikinn á skrautlegan hátt og strax daginn eftir birtustu myndir af því hvernig Jose Mourinho kom skilaboðum til þeirra í gegnum Jerzy Dudek og Iker Casillas. Með því að ná í sitt annað gula spjald í leiknum fóru Alonso og Ramos í leikbann í lokaleik riðilsins, sem skiptir engu máli, en þeir mæta þess í stað með hreinan skjöld inn í sextán liða úrslitin.Jose Mourinho er sér á báti.Mynd/Nordic Photos/Getty„Ég er ánægður með að það er ein sérstök regla fyrir Jose Mourinho og síðan önnur regla fyrir hina þjálfarana. Þetta er söguleg refsing að mínu mati og ég hef orð langömmu í huga og líta á þetta sem verðlaun en ekki refsingu," sagði Mourinho. Mourinho tekur út eins leiks bann strax en er síðan á skilorði varðandi seinni leikinn. Hann fékk einnig háa sekt líkt og allir leikmennirnir sem komu að málinu. „Ég má ekki yfirgefa mitt tæknilega svæði en aðrir fá að gera það. Ég má ekki taka upp boltann þegar mótherji á hann en aðrir mega gera það. Ég má ekki tala við fjórða dómarann en aðrir mega gera það. Þetta eru líka verðlaun í mínum huga og ég hef engar áhyggjur af þessu," sagði Mourinho og það verður seint of oft sagt að það finnst enginn annar þjálfari eins og hann í heiminum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira