Körfubolti

Jón Arnór með fimm stig á móti Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Vilhelm
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada töpuðu 78-85 á heimavelli á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en Granada-liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Jón Arnór lék í rúmar 32 mínútur í leiknum og var með 5 stig, 5 fiskaðar villur, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta. Hann hitti úr 2 af 5 tveggja stiga skotm og eina vítinu sínu en klikkað á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum.

Granada stóð vel í stórliði Barcelona en staðan fyrir lokaleikhlutann var 57-58 fyrir Barcelona. Það reyndi vel á Jón Arnór í vörninni því Barcelona er með eina bestu bakvarðarsveitina í deildinni í Spánverjunum Juan Carlos Navarro og Ricky Rubio sem voru saman með 40 stig í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×