Umfjöllun: Andlausir ÍR-ingar auðveld bráð fyrir KR Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 25. mars 2010 18:20 Morgan Lewis tróð nokkrum sinnum með tilþrifum í kvöld. Mynd/Valli KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Leikurinn fór rólega af stað. Svolítil værukærð yfir mönnum og ekki að sjá að liðin væru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. ÍR-ingar fljótari að vakna en KR-ingar hófu þó leik eftir fímm mínútur og komust þá fljótt yfir. Morgan Lewis var óvenju líflegur í liði KR og gerði eitthvað annað en reyna viðstöðulausar körfur. Nemanja Sovic heitastur í ÍR-liðinu og setti meðal annars níður fína þrista. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-22. KR-ingar settu aðeins í gírinn í öðrum leikhluta, leiddir af Lewis, sem fór hamförum, byrjuðu þeir að breikka bilið á milli liðanna. Mestur var munurinn 14 stig en í leikhléi munaði tíu stigum á liðunum, 52-42. Það vantaði miklu meiri grimmd í ÍR-liðið og KR þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir því að skora. KR virtist aðeins vera í þriðja gír samt jókst munurinn á milli liðanna. Það var bara ekkert að gerast hjá ÍR. Staðan 77-58 fyrir KR þegar einn leikhluti var eftir. Þegar munurinn var orðinn 20 stig, 81-61, datt Jarvis í gírinn og kveikti vel í ÍR-liðinu með tveim þriggja stiga körfum. ÍR náði muninum niður í 12 stig en þá tók KR völdin á ný og landaði að lokum sanngjörnum sigri, 98-81. Morgan Lewis magnaður í liði KR og sýndi loks hvað hann getur. Pavel ótrúlega seigur og margir að leggja hönd á plóginn enda er KR flott lið. Það saknaði Tommy Johnson ekki neitt í leiknum og spurning hvort KR-liðið sé ekki hreinlega betra án hans? Hjá ÍR réð andleysið ríkjum. Sovic góður framan af og Jarvis byrjaði allt of seint. Aðrir leikmenn voru afar slakir. KR-ÍR 98-81 (52-42) Stig KR: Morgan Lewis 30, Fannar Ólafsson 16, Darri Hilmarsson 12, Jón Orri Kristjánsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10 (6 stoðsendingar), Pavel Ermolinskij 10 (15 fráköst, 16 stoðsendingar), Finnur Atli Magnússon 8.Stig ÍR: Robert Jarvis 29 (5 stoðsendingar), Nemanja Sovic 20, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 8, Hreggviður Magnússon 6, Davíð Þór Fritzson 5, Elvar Guðmundsson 2, Steinar Arason 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
KR er komið í 1-0 gegn ÍR í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir frekar auðveldan sigur á andlausum ÍR-ingum, 98-81. Leikurinn fór rólega af stað. Svolítil værukærð yfir mönnum og ekki að sjá að liðin væru að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni. ÍR-ingar fljótari að vakna en KR-ingar hófu þó leik eftir fímm mínútur og komust þá fljótt yfir. Morgan Lewis var óvenju líflegur í liði KR og gerði eitthvað annað en reyna viðstöðulausar körfur. Nemanja Sovic heitastur í ÍR-liðinu og setti meðal annars níður fína þrista. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 24-22. KR-ingar settu aðeins í gírinn í öðrum leikhluta, leiddir af Lewis, sem fór hamförum, byrjuðu þeir að breikka bilið á milli liðanna. Mestur var munurinn 14 stig en í leikhléi munaði tíu stigum á liðunum, 52-42. Það vantaði miklu meiri grimmd í ÍR-liðið og KR þurfti ekkert að hafa mjög mikið fyrir því að skora. KR virtist aðeins vera í þriðja gír samt jókst munurinn á milli liðanna. Það var bara ekkert að gerast hjá ÍR. Staðan 77-58 fyrir KR þegar einn leikhluti var eftir. Þegar munurinn var orðinn 20 stig, 81-61, datt Jarvis í gírinn og kveikti vel í ÍR-liðinu með tveim þriggja stiga körfum. ÍR náði muninum niður í 12 stig en þá tók KR völdin á ný og landaði að lokum sanngjörnum sigri, 98-81. Morgan Lewis magnaður í liði KR og sýndi loks hvað hann getur. Pavel ótrúlega seigur og margir að leggja hönd á plóginn enda er KR flott lið. Það saknaði Tommy Johnson ekki neitt í leiknum og spurning hvort KR-liðið sé ekki hreinlega betra án hans? Hjá ÍR réð andleysið ríkjum. Sovic góður framan af og Jarvis byrjaði allt of seint. Aðrir leikmenn voru afar slakir. KR-ÍR 98-81 (52-42) Stig KR: Morgan Lewis 30, Fannar Ólafsson 16, Darri Hilmarsson 12, Jón Orri Kristjánsson 12, Brynjar Þór Björnsson 10 (6 stoðsendingar), Pavel Ermolinskij 10 (15 fráköst, 16 stoðsendingar), Finnur Atli Magnússon 8.Stig ÍR: Robert Jarvis 29 (5 stoðsendingar), Nemanja Sovic 20, Kristinn Jónasson 10, Eiríkur Önundarson 8, Hreggviður Magnússon 6, Davíð Þór Fritzson 5, Elvar Guðmundsson 2, Steinar Arason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira