Stendur ekki til að yfirheyra Bjarna 25. janúar 2010 18:46 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka. DV hefur fjallað nokkuð ítarlega um lánveitingar Sjóvár til eignarhaldsfélagsins Vafnings sem var í eigu Wernersbræðra og Einars og Benedikts Sveinssona. Málið tengist meintri ólögmætri veðsetningu bótasjóðs Sjóvar sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Um flókin viðskipti var að ræða sem að hluta til - samkvæmt DV - gengu út á að bjarga hlutabréfum þeirra bræðra í Glitni. Bjarni Benediktsson, sonur Benedikts Sveinssonar, kom að þessum viðskiptum en hann hefur ekki samkvæmt heimildum fréttastofu verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og er það heldur ekki á dagskrá. Wernersbræður áttu ásamt þeim Einari og Benedikt sjö prósenta hlut í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt international. Þessi hlutur var hins vegar veðsettur hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þegar síga fór á ógæfuhliðina í íslensku efnhagslífi snemm árs 2008 hótaði bandaríski bankinn að leysa til sín þennan hlut nema til kæmi greiðsla upp á 15 milljarða króna. Til að mæta þessari kröfu fengu þeir bræður meðal annars rúmlega tíu milljarða króna lán frá Sjóvá gegn veði í Vafningi - en aðaleignir félagsins voru lúxus íbúðaturnar í Makaó. Sjóvá þurfti að afskrifa þetta lán nokkrum mánuðum síðar eftir að í ljós kom að eignir Vafnings voru tvíveðsettar en Glitnir átti fyrsta kröfurétt. Eins og fram hefur komið þurfti ríkið svo að setja 12 milljarða króna inn í sjóvá á síðasta ári til að bjarga félaginu frá þroti. Það var Bjarni Benediktsson sem fékk umboð til að veðsetja bréfin á sínum tíma. Bjarni hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi séð um þessi viðskipti þar sem ættingar hans hafi verið í útlöndum á þessum tímapunkti. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bjarni ekkert óeðlilegt við sína aðkoma að þessu máli. Því sé það skiljanlegt að sérstakur saksóknari sjái ekki ástæðu til að yfirheyra hann vegna málsins. Vafningsmálið Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fleiri fréttir Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka. DV hefur fjallað nokkuð ítarlega um lánveitingar Sjóvár til eignarhaldsfélagsins Vafnings sem var í eigu Wernersbræðra og Einars og Benedikts Sveinssona. Málið tengist meintri ólögmætri veðsetningu bótasjóðs Sjóvar sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Um flókin viðskipti var að ræða sem að hluta til - samkvæmt DV - gengu út á að bjarga hlutabréfum þeirra bræðra í Glitni. Bjarni Benediktsson, sonur Benedikts Sveinssonar, kom að þessum viðskiptum en hann hefur ekki samkvæmt heimildum fréttastofu verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og er það heldur ekki á dagskrá. Wernersbræður áttu ásamt þeim Einari og Benedikt sjö prósenta hlut í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt international. Þessi hlutur var hins vegar veðsettur hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þegar síga fór á ógæfuhliðina í íslensku efnhagslífi snemm árs 2008 hótaði bandaríski bankinn að leysa til sín þennan hlut nema til kæmi greiðsla upp á 15 milljarða króna. Til að mæta þessari kröfu fengu þeir bræður meðal annars rúmlega tíu milljarða króna lán frá Sjóvá gegn veði í Vafningi - en aðaleignir félagsins voru lúxus íbúðaturnar í Makaó. Sjóvá þurfti að afskrifa þetta lán nokkrum mánuðum síðar eftir að í ljós kom að eignir Vafnings voru tvíveðsettar en Glitnir átti fyrsta kröfurétt. Eins og fram hefur komið þurfti ríkið svo að setja 12 milljarða króna inn í sjóvá á síðasta ári til að bjarga félaginu frá þroti. Það var Bjarni Benediktsson sem fékk umboð til að veðsetja bréfin á sínum tíma. Bjarni hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi séð um þessi viðskipti þar sem ættingar hans hafi verið í útlöndum á þessum tímapunkti. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bjarni ekkert óeðlilegt við sína aðkoma að þessu máli. Því sé það skiljanlegt að sérstakur saksóknari sjái ekki ástæðu til að yfirheyra hann vegna málsins.
Vafningsmálið Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fleiri fréttir Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent