Stendur ekki til að yfirheyra Bjarna 25. janúar 2010 18:46 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka. DV hefur fjallað nokkuð ítarlega um lánveitingar Sjóvár til eignarhaldsfélagsins Vafnings sem var í eigu Wernersbræðra og Einars og Benedikts Sveinssona. Málið tengist meintri ólögmætri veðsetningu bótasjóðs Sjóvar sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Um flókin viðskipti var að ræða sem að hluta til - samkvæmt DV - gengu út á að bjarga hlutabréfum þeirra bræðra í Glitni. Bjarni Benediktsson, sonur Benedikts Sveinssonar, kom að þessum viðskiptum en hann hefur ekki samkvæmt heimildum fréttastofu verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og er það heldur ekki á dagskrá. Wernersbræður áttu ásamt þeim Einari og Benedikt sjö prósenta hlut í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt international. Þessi hlutur var hins vegar veðsettur hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þegar síga fór á ógæfuhliðina í íslensku efnhagslífi snemm árs 2008 hótaði bandaríski bankinn að leysa til sín þennan hlut nema til kæmi greiðsla upp á 15 milljarða króna. Til að mæta þessari kröfu fengu þeir bræður meðal annars rúmlega tíu milljarða króna lán frá Sjóvá gegn veði í Vafningi - en aðaleignir félagsins voru lúxus íbúðaturnar í Makaó. Sjóvá þurfti að afskrifa þetta lán nokkrum mánuðum síðar eftir að í ljós kom að eignir Vafnings voru tvíveðsettar en Glitnir átti fyrsta kröfurétt. Eins og fram hefur komið þurfti ríkið svo að setja 12 milljarða króna inn í sjóvá á síðasta ári til að bjarga félaginu frá þroti. Það var Bjarni Benediktsson sem fékk umboð til að veðsetja bréfin á sínum tíma. Bjarni hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi séð um þessi viðskipti þar sem ættingar hans hafi verið í útlöndum á þessum tímapunkti. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bjarni ekkert óeðlilegt við sína aðkoma að þessu máli. Því sé það skiljanlegt að sérstakur saksóknari sjái ekki ástæðu til að yfirheyra hann vegna málsins. Vafningsmálið Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka. DV hefur fjallað nokkuð ítarlega um lánveitingar Sjóvár til eignarhaldsfélagsins Vafnings sem var í eigu Wernersbræðra og Einars og Benedikts Sveinssona. Málið tengist meintri ólögmætri veðsetningu bótasjóðs Sjóvar sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Um flókin viðskipti var að ræða sem að hluta til - samkvæmt DV - gengu út á að bjarga hlutabréfum þeirra bræðra í Glitni. Bjarni Benediktsson, sonur Benedikts Sveinssonar, kom að þessum viðskiptum en hann hefur ekki samkvæmt heimildum fréttastofu verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara og er það heldur ekki á dagskrá. Wernersbræður áttu ásamt þeim Einari og Benedikt sjö prósenta hlut í Glitni í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt international. Þessi hlutur var hins vegar veðsettur hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley. Þegar síga fór á ógæfuhliðina í íslensku efnhagslífi snemm árs 2008 hótaði bandaríski bankinn að leysa til sín þennan hlut nema til kæmi greiðsla upp á 15 milljarða króna. Til að mæta þessari kröfu fengu þeir bræður meðal annars rúmlega tíu milljarða króna lán frá Sjóvá gegn veði í Vafningi - en aðaleignir félagsins voru lúxus íbúðaturnar í Makaó. Sjóvá þurfti að afskrifa þetta lán nokkrum mánuðum síðar eftir að í ljós kom að eignir Vafnings voru tvíveðsettar en Glitnir átti fyrsta kröfurétt. Eins og fram hefur komið þurfti ríkið svo að setja 12 milljarða króna inn í sjóvá á síðasta ári til að bjarga félaginu frá þroti. Það var Bjarni Benediktsson sem fékk umboð til að veðsetja bréfin á sínum tíma. Bjarni hefur áður lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi séð um þessi viðskipti þar sem ættingar hans hafi verið í útlöndum á þessum tímapunkti. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bjarni ekkert óeðlilegt við sína aðkoma að þessu máli. Því sé það skiljanlegt að sérstakur saksóknari sjái ekki ástæðu til að yfirheyra hann vegna málsins.
Vafningsmálið Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira