Fangageymslur lögreglunnar fullnýttar á Menningarnótt 22. ágúst 2010 11:48 Þúsundir manna voru í miðborg Reykjavíkur í gær þegar Menningarnótt var haldin í borginni en hátíðin gekk almennt vel fyrir sig. Útköllum fjölgaði eftir því sem leið á daginn og nóttina en greiðlega gekk að leysa flest málin. Um var að ræða hefðbundin verkefni en m.a. voru höfð afskipti af ölvuðu fólki en skipulega var unnið gegn áfengisdrykkju og ólöglegri útvist barna og unglinga. Þeir sem höfðu ekki aldur til að vera úti við var vísað heim eða færðir í athvarf. Nokkru magni af áfengi var hellt niður. Ástandið þetta árið var þó ekki verra en áður samkvæmt lögreglunni. Lögreglumenn voru almennt frekar sáttir með Menningarnótt en unnið var eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Þess má geta að fangaklefar lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu voru ekki fullnýttir á Menningarnótt í fyrra en þetta árið var því öðruvísi farið. Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á Menningarnótt. Fjórir karlar á aldrinum 16-30 ára voru handteknir í miðborginni í nótt. Þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli en á þremur þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Piltur um tvítugt var einnig handtekinn í miðborginni í gærdag en í fórum hans fundust sömuleiðis fíkniefni. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á Menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 21-50 ára og ein kona, 35 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um umferðaróhöpp í borginni í gær en þau voru nær öll minniháttar. Í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Á Menningarnótt vann lögregla eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Engu að síður var nokkuð um að ökutækjum væri illa og/eða ólöglega lagt í miðborginni en ástandið í þessum efnum var þó skárra en oft áður. Þess má líka geta að undir miðnætti stöðvaði lögreglan einnig för þriggja manna sem voru á siglingu á skemmtibáti en skipstjóri bátsins var ölvaður. Skroll-Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Þúsundir manna voru í miðborg Reykjavíkur í gær þegar Menningarnótt var haldin í borginni en hátíðin gekk almennt vel fyrir sig. Útköllum fjölgaði eftir því sem leið á daginn og nóttina en greiðlega gekk að leysa flest málin. Um var að ræða hefðbundin verkefni en m.a. voru höfð afskipti af ölvuðu fólki en skipulega var unnið gegn áfengisdrykkju og ólöglegri útvist barna og unglinga. Þeir sem höfðu ekki aldur til að vera úti við var vísað heim eða færðir í athvarf. Nokkru magni af áfengi var hellt niður. Ástandið þetta árið var þó ekki verra en áður samkvæmt lögreglunni. Lögreglumenn voru almennt frekar sáttir með Menningarnótt en unnið var eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Þess má geta að fangaklefar lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu voru ekki fullnýttir á Menningarnótt í fyrra en þetta árið var því öðruvísi farið. Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á Menningarnótt. Fjórir karlar á aldrinum 16-30 ára voru handteknir í miðborginni í nótt. Þeir eru allir grunaðir um fíkniefnamisferli en á þremur þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Piltur um tvítugt var einnig handtekinn í miðborginni í gærdag en í fórum hans fundust sömuleiðis fíkniefni. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á Menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 21-50 ára og ein kona, 35 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um umferðaróhöpp í borginni í gær en þau voru nær öll minniháttar. Í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Á Menningarnótt vann lögregla eftir breyttu skipulagi í umferðarmálum og gafst það vel. Engu að síður var nokkuð um að ökutækjum væri illa og/eða ólöglega lagt í miðborginni en ástandið í þessum efnum var þó skárra en oft áður. Þess má líka geta að undir miðnætti stöðvaði lögreglan einnig för þriggja manna sem voru á siglingu á skemmtibáti en skipstjóri bátsins var ölvaður.
Skroll-Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira