Keflavík í lokaúrslitin eftir sex stiga sigur í Ljónagryfjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2010 18:19 Það var hart barist í Ljónagryfjunni í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira