Lífið

Gróa á Leiti á hvíta tjaldinu

Kvikmyndin Easy A gæti, miðað við söguþráðinn, heitið Gróa á Leiti enda fjallar myndin um áhrifamátt lyga- og kjaftasagna í unglingasamfélagi.

Hin unga Olive Penderghast ákveður að sleppa tjaldferðalagi með bestu vinkonu sinni til að geta verið ein heima og lesið skáldsöguna The Scarlet Letter.

Þegar hún er síðan spurð að því hvað hún hafi gert þessa helgi lýgur Olive því að hún hafi átt eldheita nótt með ungum háskólanema. Þessi saga breiðist fljótt út meðal strangtrúaðra skólafélaga Olive, sem kynnist áður óþekktum vinsældum. Lygarnar verða sífellt fleiri og flóknari þar til heimur Olive er að hruni komin.

Easy A hefur fengið afbragðsgóða dóma, fær meðal annars 7,7 á imdb.com. Hún fær 87 af hundrað á Rotten Tomatoes en afar sjaldgæft er að unglingamyndir nái slíkum einkunnum.

Aðalstjarna myndarinnar er Emma Stone; hana ættu margir að kannast við úr Superbad og Zombieland og þá ættu einhverjir að kannast við unglingastjörnuna Amöndu Bynes sem lék meðal annars stórt hlutverk í endurgerðinni af Hairspray.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×