Ætlaði að koma pabba á óvart á afmælisdaginn 7. júní 2010 08:57 Snemma síðastliðinn laugardagsmorgun bárust lögreglunni nokkrar tilkynningar um unga telpu sem væri á gangi með sparibauk undir hendinni við eina aðal umferðargötuna í Garðabæ. Lögreglumaður á vakt fór að leita af stúlkunni en fann hana ekki fyrr en hann ákvað að líta inn í verslun Hagkaups sem er í næsta nágrenni. Þar fann lögreglumaðurinn stúlkuna þar sem hún beið róleg í röð á afgreiðslukassa með sparibaukinn undir annari hendinni og hálsbindi í hinni. Þegar kom að stúlkunni rétti hún afgreiðslukonunni bindið og sparibaukinn. Lögreglumaðurinn fór þá og spjallaði við stúlkuna og sagði hún honum að hún væri að kaupa afmælisgjöf handa pabba sínum sem ætti afmæli. Þegar farið var að telja upp úr bauknum hinsvegar í ljós að bindið var of dýrt og spurði því lögreglumaðurinn hvort þau ættu ekki að finna ódýrara bindi. Stelpan var til í það en ekki dugði sparifé þeirrar litlu heldur í þetta skiptið þannig að lögreglumaðurinn borgaði sjálfur það sem upp á vantaði, um 1.100kr. Svo ók lögreglumaðurinn stúlkunni til síns heima þar sem glöð móðirin tók á móti stúlkunni en afmælisbarnið var enn sofandi. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Snemma síðastliðinn laugardagsmorgun bárust lögreglunni nokkrar tilkynningar um unga telpu sem væri á gangi með sparibauk undir hendinni við eina aðal umferðargötuna í Garðabæ. Lögreglumaður á vakt fór að leita af stúlkunni en fann hana ekki fyrr en hann ákvað að líta inn í verslun Hagkaups sem er í næsta nágrenni. Þar fann lögreglumaðurinn stúlkuna þar sem hún beið róleg í röð á afgreiðslukassa með sparibaukinn undir annari hendinni og hálsbindi í hinni. Þegar kom að stúlkunni rétti hún afgreiðslukonunni bindið og sparibaukinn. Lögreglumaðurinn fór þá og spjallaði við stúlkuna og sagði hún honum að hún væri að kaupa afmælisgjöf handa pabba sínum sem ætti afmæli. Þegar farið var að telja upp úr bauknum hinsvegar í ljós að bindið var of dýrt og spurði því lögreglumaðurinn hvort þau ættu ekki að finna ódýrara bindi. Stelpan var til í það en ekki dugði sparifé þeirrar litlu heldur í þetta skiptið þannig að lögreglumaðurinn borgaði sjálfur það sem upp á vantaði, um 1.100kr. Svo ók lögreglumaðurinn stúlkunni til síns heima þar sem glöð móðirin tók á móti stúlkunni en afmælisbarnið var enn sofandi.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira