Lífið

Taka 2010 tókst vel

Austurbæjarskóli hlaut sigurlaunin í stuttmyndum eldri krakka fyrir myndina Víóla.
Austurbæjarskóli hlaut sigurlaunin í stuttmyndum eldri krakka fyrir myndina Víóla.

Taka 2010, kvikmyndahátíð grunnskóla í Reykjavík, var haldin í 29. skipti í Kringlubíói á dögunum. Góð þátttaka var í keppninni og skiluðu sér um sextíu myndir.

Þeir skólar sem áttu flestar myndir í verðlaunasætum voru Austurbæjarskóli, Laugalækjarskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Grandaskóli og Fossvogsskóli. Besta stuttmyndin í eldri flokki var kjörin Víóla frá Austurbæjarskóla og í yngri flokknum var valin myndin Brönugrasið frá Hlíðaskóla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×