
Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð

Sjónarvottar hafa séð mikinn bjarma frá gosinu sem eins og áður sagði er í austanverðum jöklinum. Þá hefur öskufalls orið vart í nágrenni jökulsins meðal annars í Fljótshlíð. Eldfjallasérfræðingur er á leið með þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga yfir jökulinn og meta stærð gossprungunnar. Víðir reiknar með að þyrlan gæti verið yfir jöklinum skömmu fyrir klukkan. tvö
Tengdar fréttir

Gosið virðist byrja rólega
Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni.

Fólki safnað saman undir Eyjafjallajökli
Undir Eyjafjallajökli er verið að safna íbúum saman og skrá þá. Fólki er síðan beint að Vík í Mýrdal. Þar verður fólkið á meðan að óljóst er um gang mála, segir Jón Ársæll Þórðarson fréttamaður sem staddur er í Drangshlíð.

Gos hafið í Eyjafjallajökli
Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf.

Rólegra undir Eyjafjallajökli í dag
Rólegra hefur verið undir Eyjafjallajökli í dag en undanfarna daga. Skjálftarnir mældust allt upp í 1400 á sólarhring fyrr í vikunni á mælum hjá

Gosið sést frá Vestmannaeyjum
Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973.