Handbolti

Patrekur Jóhannesson íhugar tilboð frá þýsku liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Mynd/Arnþór

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti það við Vísi síðdegis í dag að hann hafði átt í viðræðum TV Emsdetten um að gerast þjálfari þýska liðsins.

Liðið liðið er sem stendur í 2. sæti í norður hluta þýsku 2. deildarinnar og landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson leikur eins og kunnugt er með liðin.

Patrekur sagði í samtali við Vísi rétt áðan að hann myndi taka ákvörðun á morgun.

„Óneitanlega væri spennandi að taka að sér þjálfun í Þýskalandi. Liðið er gott og aðstæður eins og best verður á kosið," sagði Patrekur.

Hann sagðist aðspurður að hann hefði heyrt frá liðinu fyrir rúmri viku en hefði þá ekki verið að huga að því að fara til útlanda enda samningsbundinn Stjörnunni í Garðabæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×