Einlægt sigurlag á leiðinni í útvarp 19. apríl 2010 09:00 Kristmundur er búinn að taka upp sigurlagið fyrir útvarp. fréttablaðið/stefán Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar. Viðbrögð við laginu hafa verið sterk, en að sögn Kristmundar hefur það reynst vel í baráttu föður hans, sem er edrú í dag, við sjúkdóminn. Þá er hann búinn að heyra um að minnsta kosti fjóra alkóhólista sem settu tappann í flöskuna eftir að þeir heyrðu það. „Ég þekki þá ekki einu sinni,“ segir hann. „Ég spilaði það á AA-fundi og það var náungi sem talaði við mig og sagðist ekki hafa drukkið eftir að hann heyrði lagið. Þetta höfðar til svo margra. Það eru margir krakkar búnir að tala við mig segjast kannast við þessa reynslu.“ Lagið hefur raunar vakið svo mikla athygli að nú eru Kristmundur og félagar eru þegar búnir að taka lagið upp í hljóðveri, en útvarpshlustendur mega búast við að heyra lagið á öldum ljósvakans á næstu vikum. Rappheimurinn hefur einnig tekið eftir hæfileikum Kristmundar og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir ólmir í að vinna með honum tónlist. Nafn Erps Eyvindarsonar heyrist í því samhengi, en hann ku vera áhugasamur um að taka í hljóðnemann með rapparanum unga í náinni framtíð. - afb
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira