Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið 20. maí 2010 05:15 Seðlabankastjórar skiptast á gjöfum Már Guðmundsson seðlabankastjóri færði kollega sínum í gær tvær bækur um Ísland auk tveggja krukkna með ösku úr Eyjafjallajökli sem Magnús Tumi, bróðir hans, útvegaði. Á móti gaf Yves Mersch Má öskju með sérsleginni evrumynt með mynd af hauki. MYND/SEÐLABANKINN Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. jonab@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. jonab@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira