Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið 20. maí 2010 05:15 Seðlabankastjórar skiptast á gjöfum Már Guðmundsson seðlabankastjóri færði kollega sínum í gær tvær bækur um Ísland auk tveggja krukkna með ösku úr Eyjafjallajökli sem Magnús Tumi, bróðir hans, útvegaði. Á móti gaf Yves Mersch Má öskju með sérsleginni evrumynt með mynd af hauki. MYND/SEÐLABANKINN Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. jonab@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. jonab@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira