Lífið

Bright Eyes vaknar til lífsins

Nóg að gera Tónlistarmaðurinn Conor Oberst hefur tekið upp plötu með aðalbandinu sínu Bright Eyes. Hún kemur út í febrúar á næsta ári.
Nóg að gera Tónlistarmaðurinn Conor Oberst hefur tekið upp plötu með aðalbandinu sínu Bright Eyes. Hún kemur út í febrúar á næsta ári.

Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Conor Oberst hefur undanfarin ár hvílt aðalbandið sitt, Bright Eyes, og einbeitt sér að öðrum verkefnum. Þar ber hæst bandið Conor Oberst and the Mystic Calley Band sem hann fer vitanlega fyrir en svo er hann einnig meðlimur í súpergrúppunni Monsters of Folk.

Oberst er farinn að huga aftur að Bright Eyes. Hann tók upp nýtt lag á dögunum og nú er von á nýrri breiðskífu. Platan kallast The People's Key og verður sú sjöunda í röðinni. Hún kemur út hjá Saddle Creek 15. febrúar næstkomandi.

Fram til þessa hefur mannaskipan Bright Eyes verið misjöfn eftir verkefnum og Oberst hefur alltaf verið eini fasti meðlimurinn. Nú skipar hins vegar þriggja manna kjarni sveitina. Auk Obersts eru í bandinu Nathaniel Walcott og Mike Mogis sem er í Monsters of Folk og hefur margoft starfað með Oberst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×