Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2010 15:00 Pavel í strangri gæslu í fyrsta leiknum. Mynd/Daníel „Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir. „Ég er ekkert að horfa á neitt sérstakt. Núna er ég að horfa á þátt um geimverur á National Geographic. Afar spennandi. Ég er ekki eins hjátrúarfullur núna og ég var þegar ég var á Spáni. Þá var ég með plan nánast upp á mínútu. Borðaði alltaf sama matinn, horfði á sömu sjónvarpsstöðina og fór í sömu fötunum," sagði Pavel léttur. KR tapaði eins og kunnugt er fyrsta leiknum og er því með bakið upp við vegginn fræga í kvöld. „Þetta verður hörkugaman í kvöld. Við erum vissulega í erfiðri stöðu og það er ekkert auðvelt að þurfa að fara í Hólminn í þessari stöðu. Við bara verðum að vinna, það er ekkert öðruvísi. Það verður samt ekki auðvelt eins og ég segi enda er Snæfell með frábært lið og líklega það lið sem er sterkast á landinu þessa dagana," sagði Pavel. Hann átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik og Snæfellingar hafa hampað sjálfum sér fyrir góðan leik gegn honum. Pavel vill ekki kvitta undir það. „Ég lít frekar á það þannig að ég hafi átt slæman dag frekar en að þeir hafi verið svona frábærir. Það var ekki þeirra herkænsku að þakka að ég var slakur. Ég átti bara ekki góðan dag. Þeir koma mér ekkert úr jafnvægi í kvöld. Ég hef lent í því áður að fá pressu á mig," sagði Pavel ákveðinn en hann segir það hjálpa KR að hafa unnið í Hólminum um daginn þegar mikið var undir. „Við hugsum um hvað við gerðum rétt þá og reynum að endurtaka leikinn." Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir. „Ég er ekkert að horfa á neitt sérstakt. Núna er ég að horfa á þátt um geimverur á National Geographic. Afar spennandi. Ég er ekki eins hjátrúarfullur núna og ég var þegar ég var á Spáni. Þá var ég með plan nánast upp á mínútu. Borðaði alltaf sama matinn, horfði á sömu sjónvarpsstöðina og fór í sömu fötunum," sagði Pavel léttur. KR tapaði eins og kunnugt er fyrsta leiknum og er því með bakið upp við vegginn fræga í kvöld. „Þetta verður hörkugaman í kvöld. Við erum vissulega í erfiðri stöðu og það er ekkert auðvelt að þurfa að fara í Hólminn í þessari stöðu. Við bara verðum að vinna, það er ekkert öðruvísi. Það verður samt ekki auðvelt eins og ég segi enda er Snæfell með frábært lið og líklega það lið sem er sterkast á landinu þessa dagana," sagði Pavel. Hann átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik og Snæfellingar hafa hampað sjálfum sér fyrir góðan leik gegn honum. Pavel vill ekki kvitta undir það. „Ég lít frekar á það þannig að ég hafi átt slæman dag frekar en að þeir hafi verið svona frábærir. Það var ekki þeirra herkænsku að þakka að ég var slakur. Ég átti bara ekki góðan dag. Þeir koma mér ekkert úr jafnvægi í kvöld. Ég hef lent í því áður að fá pressu á mig," sagði Pavel ákveðinn en hann segir það hjálpa KR að hafa unnið í Hólminum um daginn þegar mikið var undir. „Við hugsum um hvað við gerðum rétt þá og reynum að endurtaka leikinn."
Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira