Ekki talið að Guðbjarni sé farinn úr landi 2. mars 2010 12:01 Guðbjarni Traustason. Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. Guðbjarni sem afplánar sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða átti að koma úr dagsleyfi á laugardagskvöld en skilað sér ekki og í kjölfarið var lýst eftir honum í fjölmiðlum. Í upphafi var það lögreglan á Selfossi sem fór með málið, sem nú er komið yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestar vísbendinganna benda til þess að Guðbjarni sé á höfuðborgarsvæðinu í felum. Lögregla telur nokkuð ljóst að Guðbjarni sé ekki farinn úr landi en óljósar fréttir bárust af því í gærkvöldi. Þá var því haldið fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins að Guðbjarni væri farinn til Alicante á Spáni. Heimildarmaður heimasíðunnar sagðist hafa séð Guðbjarna á kaffihúsi þar sem hann hafi rætt um för sína til Spánar. Þó lögregla telji ekki líklegt að Guðbjarni sé farinn úr landi þá hefur hann áður sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér. Guðbjarni sigldi nefnilega skútu frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar í september árið 2007. Einnig bárust fréttir af því ekki alls fyrir löngu að Guðbjarni væri í flugnámi á Litla Hrauni. Hvort þessi reynsla nýtist honum á flóttanum, skal þó ósagt. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18 Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. Guðbjarni sem afplánar sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða átti að koma úr dagsleyfi á laugardagskvöld en skilað sér ekki og í kjölfarið var lýst eftir honum í fjölmiðlum. Í upphafi var það lögreglan á Selfossi sem fór með málið, sem nú er komið yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestar vísbendinganna benda til þess að Guðbjarni sé á höfuðborgarsvæðinu í felum. Lögregla telur nokkuð ljóst að Guðbjarni sé ekki farinn úr landi en óljósar fréttir bárust af því í gærkvöldi. Þá var því haldið fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins að Guðbjarni væri farinn til Alicante á Spáni. Heimildarmaður heimasíðunnar sagðist hafa séð Guðbjarna á kaffihúsi þar sem hann hafi rætt um för sína til Spánar. Þó lögregla telji ekki líklegt að Guðbjarni sé farinn úr landi þá hefur hann áður sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér. Guðbjarni sigldi nefnilega skútu frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar í september árið 2007. Einnig bárust fréttir af því ekki alls fyrir löngu að Guðbjarni væri í flugnámi á Litla Hrauni. Hvort þessi reynsla nýtist honum á flóttanum, skal þó ósagt.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18 Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54
Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18
Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38