Ekki talið að Guðbjarni sé farinn úr landi 2. mars 2010 12:01 Guðbjarni Traustason. Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. Guðbjarni sem afplánar sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða átti að koma úr dagsleyfi á laugardagskvöld en skilað sér ekki og í kjölfarið var lýst eftir honum í fjölmiðlum. Í upphafi var það lögreglan á Selfossi sem fór með málið, sem nú er komið yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestar vísbendinganna benda til þess að Guðbjarni sé á höfuðborgarsvæðinu í felum. Lögregla telur nokkuð ljóst að Guðbjarni sé ekki farinn úr landi en óljósar fréttir bárust af því í gærkvöldi. Þá var því haldið fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins að Guðbjarni væri farinn til Alicante á Spáni. Heimildarmaður heimasíðunnar sagðist hafa séð Guðbjarna á kaffihúsi þar sem hann hafi rætt um för sína til Spánar. Þó lögregla telji ekki líklegt að Guðbjarni sé farinn úr landi þá hefur hann áður sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér. Guðbjarni sigldi nefnilega skútu frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar í september árið 2007. Einnig bárust fréttir af því ekki alls fyrir löngu að Guðbjarni væri í flugnámi á Litla Hrauni. Hvort þessi reynsla nýtist honum á flóttanum, skal þó ósagt. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18 Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. Guðbjarni sem afplánar sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða átti að koma úr dagsleyfi á laugardagskvöld en skilað sér ekki og í kjölfarið var lýst eftir honum í fjölmiðlum. Í upphafi var það lögreglan á Selfossi sem fór með málið, sem nú er komið yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestar vísbendinganna benda til þess að Guðbjarni sé á höfuðborgarsvæðinu í felum. Lögregla telur nokkuð ljóst að Guðbjarni sé ekki farinn úr landi en óljósar fréttir bárust af því í gærkvöldi. Þá var því haldið fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins að Guðbjarni væri farinn til Alicante á Spáni. Heimildarmaður heimasíðunnar sagðist hafa séð Guðbjarna á kaffihúsi þar sem hann hafi rætt um för sína til Spánar. Þó lögregla telji ekki líklegt að Guðbjarni sé farinn úr landi þá hefur hann áður sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér. Guðbjarni sigldi nefnilega skútu frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar í september árið 2007. Einnig bárust fréttir af því ekki alls fyrir löngu að Guðbjarni væri í flugnámi á Litla Hrauni. Hvort þessi reynsla nýtist honum á flóttanum, skal þó ósagt.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18 Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54
Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18
Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38