Bayern með nauma forystu til Lyon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2010 18:36 Arjen Robben fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Bongarts Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Arjen Robben var hetja Bayern München þegar hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Lyon í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Markið skoraði hann með glæsilegu langskoti á 69. mínútu leiksins en boltinn hafði reyndar viðkomu í Thomas Müller á leiðinni í markið. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir ljóta tæklingu en það varð aftur jafnt í liðunum þegar að Jeremy Toulalan fékk tvær áminningar með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Bayern var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en mun vafalítið sakna Ribery í síðari viðureign liðanna í undanúrslitunum. Þá fer leikurinn fram í Lyon. Bastian Schweinsteiger komst í gott skallafæri strax í upphafi leiksins eftir að Hugo Lloris, markvörður Lyon, missti af boltanum. Schweinsteiger skallaði hins vegar framhjá markinu úr úrvalsfæri. Skömmu síðar komst Franck Ribery í fínt skotfæri eftir að hafa leikið á Cris, varnarmann Lyon. Skotið fór hins vegar framhjá markinu. Bayern var með þó nokkra yfirburði í leiknum og skapaði sér nokkuð góð færi. Lyon komst í eitt ágætt færi en tókst annars lítið að ógna marki heimamanna framan af. En það dró til tíðinda á 37. mínútu. Franck Ribery, leikmaður Bayern, fékk að líta beint rautt spjald fyrir hrottalega tæklingu á Lisandro Lopez. Ribery missti af boltanum og fór með takkana beint í ökkla Lopez sem lá sárþjáður eftir. Hann gat þó haldið áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Ribery komst í fréttirnar fyrr í dag í tengslum við rannsókn á ólöglegri vændisstarfssemi í Frakklandi. Eftir þetta átti Kim Källstrom besta færi Lyon er hann átti þrumuskot að marki sem Hans-Jörg Butt varði vel í marki Bayern. En staðan var enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Dramatíkin hélt áfram í síðari hálfleik. Manni færri tókst Bayern að koma sér í frábært færi eftir að Phillip Lahm splundraði frönsku vörninni. Hann gaf á Thomas Müller sem var í ákjósanlegri stöðu en hitti ekki í boltann. Jeremy Toulalan, fékk svo tvær áminningar með aðeins þriggja mínútna millibili og þar með rautt. Fyrra spjaldið fyrir brot á Arjen Robben en síðara fyrir frekar litlar sakir. En þar með var jafnt í liðunum. Og Bayern færði sér þetta í nyt. Arjen Robben átti ágætt skot að marki stuttu síðar og Mario Gomez, nýkominn inn á sem varamaður, fékk frábært skallafæri á 68. mínútu sem hann nýtti afar illa. En Robben var ekki hættur. Aftur lét hann vaða að markinu og í þetta sinn hafnaði boltinn í netinu. Markið var einkar laglegt enda skot Robben fast og af löngu færi. Boltinn virtist hins vegar breyta aðeins um stefnu á Thomas Müller en markið var engu að síður skráð á Robben.Bayern München - Lyon 1-0 1-0 Arjen Robben (69.). Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Contento, Robben, Schweinsteiger, Pranjic, Ribery, Müller, Olic.Varamenn: Rensing, Altintop, Gorlitz, Klose, Alaba, Gomez, Tymochuk. Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Toulalan, Cissokho, Gonalons, Källstrom, Ederson, Pjanic, Delgado, Lopez.Varamenn: Vercoutre, Michel Bastos, Gouvou, Makoun, Gomis, Anderson, Gassama.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira