Lífið

Promille og Brimi hrósað

brim Kvikmyndin Brim fær góða dóma á bresku síðunni Tribune.
brim Kvikmyndin Brim fær góða dóma á bresku síðunni Tribune.

Stuttmyndin Promille eftir Mar­tein Þórsson og kvikmyndin Brim fá góða dóma á heimasíðu breska tímaritsins Tribune. Myndirnar voru báðar sýndar á Riff-hátíðinni fyrir skömmu.

„Hin fjórtán mínútna Promille var besta íslenska myndin sem ég sá í Reykjavík," skrifar blaðamaður. Hann segir Brim vafalítið munu verða sýnda á kvikmyndahátíðum víða um heim.

„Brim lýsir íslensku andrúmslofti vel og fjallar á náinn hátt um lífið á sjónum og utan hans. Þetta raunsæi vantaði í myndum á borð við The Perfect Storm," segir blaðamaður, sem bætir þó við að handritið hafi verið helsti galli Brims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×