Handbolti

Haukar Íslandsmeistarar 2010

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Haukar urðu Íslandsmeistarar þriðja árið í röð eftir sigur á Val, 25-20, í svakalegum oddaleik liðanna að Ásvöllum.

Jafnt var á með liðunum nánast allan leikinn og eins marks munur í leikhléi, 10-9, fyrir Hauka.

Um miðja síðari hálfleik skellti Haukavörnin, sem var án Gunnars Bergs Viktorssonar, í lás, Valsmenn fundu ekki skot að marki og bilið milli liðanna breikkaði með hverri mínútu.

Sanngjarn sigur Hauka og þeir eru handhafar allra bikaranna í íslenskum handbolta.

Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×