Körfubolti

Haukur Helgi búinn að ákveða að fara í Maryland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Mynd/Stefán
Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að spila með einum af betri háskólaliðum í Bandaríkjunum næstu fjögur árin því hann hefur gert munnlegt samkomulag við Maryland-skólann. Það verður gengið verður frá öllum formlegum pappírsmálum í apríl. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Haukur Helgi hefur stundað nám með Montverde-skólanum í vetur og staðið sig mjög vel. Hann hefur fengið mikla athygli frá sterkur liðum í Evrópu undanfarin ár og í vetur hefur hann fengið mikla athygli frá sterkum skólum í Bandaríkjunum.

Á dögunum var Haukur staddur á leik Maryland og Duke en hann var þar í boði skólans. Duke var fyrir þennan leik í 4. sæti á listanum yfir bestu skóla landsins en Maryland var í 22. sætinu.

Maryland leikur í ACC-deildinni sem hefur undanfarna áratugi verið einn af bestu deildum landsins. Á meðal skóla sem leika í ACC eru: North Carolina, Virginia, Duke, Florida State, Clemson, Georgia Tech og Wake Forrest svo einhverjir séu nefndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×