Öll flugumferð frá Íslandi er samkvæmt áætlun og er flogið til Kaupmannahafnar, Oslóar og Stokkhólms. Að öllu óbreyttu verður flogið á alla áfangastaði íslensku flugfélaganna í dag. Vélarnar þurfa þó að fara lengri leiðir í sumum tilfellum vegna öskufalls.
Flugvöllum gæti þurft að loka að nýju á Norðurlöndunum ef öskufallið eykst í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Eurocontrol fóru 22.500 farþega- og flutningaflugvélar í loftið í gær.
Flugumferð frá Íslandi samkvæmt áætlun
