Umfjöllun: Snæfell vann í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 26. mars 2010 20:51 Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8. Dominos-deild karla Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8.
Dominos-deild karla Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira