Þjóðvegi 1 lokað við Hvolsvöll 17. apríl 2010 12:06 „Ólíkt því sem var í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi er eldgosið í Eyjafjallajökli alls ekki svokallað ferðamannagos,“ segir í tilkynningu almannavarna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull og hlíðar hans utan jökuls eru bannsvæði. Vindátt þurfi lítið að breytast til að öskufall verði þar. Í öskufalli svo nálægt eldstöðinni og í hæð jökulsins sé, auk mikilla áhrifa af öskunni sjálfri, mikil hætta af eldingum. Almannavarnir vara sterklega við öllum ferðum á Mýrdalsjökul. Jafnframt er enn er í gildi bannsvæði um 1 km. í kringum eldri eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Öll umferð á þessu svæði er bönnuð bæði gangandi og akandi ferðamönnum. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll og að austanverðu er lokað við Skóga. Fljótshlíðarvegur, númer 261, er lokaður austan við Smáratún. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að mikil umferð sé í nágrenni Hvolsvallar. „Ólíkt því sem var í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi er eldgosið í Eyjafjallajökli alls ekki svokallað ferðamannagos. Gos á þessum stað er mjög hættulegt og kallar á að mögulega þurfi að grípa til ráðstafana með stuttum fyrirvara. Aukið álag á viðbragðsaðila vegna ferðamanna er því ekki æskilegt." Gosmökkurinn sést víða að og algjör óþarfi að fara alla leið á Hvolsvöll til að sjá hann. Það er lokað fyrir alla umferð við Hvolsvöll. Vegna möguleika á að gripið verði til skyndirýminga er þeim tilmælum beint til ferðamanna að virða þessar lokanir og vera alls ekki á ferð innan við þær.Mikið öskufall Mikið öskufall er undir Eyjafjöllum og að Vík. Öskufall er nú við Seljaland og skyggni lélegt þar. Ekkert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjabæ. Gosmökkurinn yfir jöklinum er mjög hár og sést víða að. Í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli er starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir almenning vegna eldgossins. Vaktir lækna hafa verið tvöfaldaðar á svæðinu og eru birgðir af lyfjum og grímum nægar.Hefur ekki áhrif á flug til Bandaríkjanna Nánast allt flug yfir Mið-, Norður- og Austur-Evrópu hefur legið niðri og samkvæmt öskudreifingarspá er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Spár VAAC, Volcanic Ash Advisory Center, ná til miðnættis á morgun og ekki er gert ráð fyrir að svæðið breytist að ráði. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á möguleika til flugs til Bandaríkjanna. Innanlandsflug hefur gengið vel en ekki hefur verið flogið til Vestmannaeyja. Miðað við öskudreifingaspána ætti allt flug til Egilsstaða að vera með eðlilegum hætti í dag. Á www.flugstodir.is er hægt að fylgjast með áhrifum eldgossins á flugumferð. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull og hlíðar hans utan jökuls eru bannsvæði. Vindátt þurfi lítið að breytast til að öskufall verði þar. Í öskufalli svo nálægt eldstöðinni og í hæð jökulsins sé, auk mikilla áhrifa af öskunni sjálfri, mikil hætta af eldingum. Almannavarnir vara sterklega við öllum ferðum á Mýrdalsjökul. Jafnframt er enn er í gildi bannsvæði um 1 km. í kringum eldri eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Öll umferð á þessu svæði er bönnuð bæði gangandi og akandi ferðamönnum. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll og að austanverðu er lokað við Skóga. Fljótshlíðarvegur, númer 261, er lokaður austan við Smáratún. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að mikil umferð sé í nágrenni Hvolsvallar. „Ólíkt því sem var í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi er eldgosið í Eyjafjallajökli alls ekki svokallað ferðamannagos. Gos á þessum stað er mjög hættulegt og kallar á að mögulega þurfi að grípa til ráðstafana með stuttum fyrirvara. Aukið álag á viðbragðsaðila vegna ferðamanna er því ekki æskilegt." Gosmökkurinn sést víða að og algjör óþarfi að fara alla leið á Hvolsvöll til að sjá hann. Það er lokað fyrir alla umferð við Hvolsvöll. Vegna möguleika á að gripið verði til skyndirýminga er þeim tilmælum beint til ferðamanna að virða þessar lokanir og vera alls ekki á ferð innan við þær.Mikið öskufall Mikið öskufall er undir Eyjafjöllum og að Vík. Öskufall er nú við Seljaland og skyggni lélegt þar. Ekkert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjabæ. Gosmökkurinn yfir jöklinum er mjög hár og sést víða að. Í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli er starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir almenning vegna eldgossins. Vaktir lækna hafa verið tvöfaldaðar á svæðinu og eru birgðir af lyfjum og grímum nægar.Hefur ekki áhrif á flug til Bandaríkjanna Nánast allt flug yfir Mið-, Norður- og Austur-Evrópu hefur legið niðri og samkvæmt öskudreifingarspá er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Spár VAAC, Volcanic Ash Advisory Center, ná til miðnættis á morgun og ekki er gert ráð fyrir að svæðið breytist að ráði. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á möguleika til flugs til Bandaríkjanna. Innanlandsflug hefur gengið vel en ekki hefur verið flogið til Vestmannaeyja. Miðað við öskudreifingaspána ætti allt flug til Egilsstaða að vera með eðlilegum hætti í dag. Á www.flugstodir.is er hægt að fylgjast með áhrifum eldgossins á flugumferð.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira