Skugga-plötusnúðar í stuði 10. apríl 2010 03:30 Kiddi Bigfoot og Nökkvi Svavarsson hita rækilega upp í mannskapnum á Pósthúsinu í kvöld. fréttablaðið/stefán Plötusnúðarnir Kiddi Bigfoot og Nökkvi Svavarsson byrjuðu að starfa saman á Dejá Vu fyrir sextán árum. Þeir eru enn í fullu fjöri og skemmta nú á Pósthúsinu um helgar undir nafninu Shadow-DJ-S. „Við vorum plötusnúðar og skemmtanastjórar á Skuggabarnum á sínum tíma þegar hann var hvað vinsælastur. Svo var „reunion“ um daginn og þá fundum við hvað er gaman að spila þessa tónlist sem við vorum að spila þá,“ segir Kiddi. „Pósthúsið var að fíla þetta og við ákváðum að hafa upphitun þar frá 22 til 01. Spila svala tónlist eins og var á Skuggabarnum. Fólk þekkir lögin, dillar sér kannski með þeim, drekkur gott vín og kemur sér í gírinn.“ Kiddi rak síðast skemmtistaðinn Tunglið við Tryggvagötu en eftir að hann hætti hefur hann verið í samstarfi við Sigga Hlö og Valla sport hjá Boogie Nights. Þess á milli starfar hann hjá fyrirtækinu Sparnaði á Akureyri. „Við erum að spila nánast allar helgar í einkasamkvæmum úti um allan bæ og allt land. Ég hef verið töluvert að spila á Volcano Café í Vestmannaeyjum. Það er ótrúleg stemning sem myndast þar. Það er eins og þjóðhátíð í hvert skipti sem ég er þar.“ Þrjátíu ár eru liðin síðan Kiddi þreytti frumraun sína sem plötusnúður og 26 ár eru síðan hann tók fyrst pening fyrir að þeyta skífum. Lögin sem hann spilar eru, eins og gefur að skilja, mismunandi eftir því hvaða fólk er í partíinu. „Ég er örugglega með níu þúsund lög að velja úr. Ef það er einkasamkvæmi spilar maður blandaða tónlist. Þetta fer eftir aldurshópnum. Maður reynir að gleðja eldra fólkið fyrst og svo fara út í yngra í restina því það endist lengur.“ Þótt hann sé orðinn 44 ára er Kiddi hvergi af baki dottinn. „Þann daginn sem ég verð þreyttur á þessu þá hætti ég. Meðan þetta er svona gaman ætla ég að halda áfram,“ segir hann. „Tónlistin er alltaf að breytast og fólkið líka. Þetta er aldrei það sama. Það er bara gaman að gleðja fólk.“ Nökkvi Svavarsson, sem er fimm árum yngri en Kiddi og starfar hjá Ísafoldarprentsmiðju, byrjaði fyrst að vinna með honum á Dejá Vu og hefur verið viðloðandi skemmtanabransann allar götur síðan, þar á meðal á Rex og á Austur. Hann hefur mjög gaman af starfinu rétt eins og kolleginn. „Á meðan Kiddi er enn þá í þessu þá á maður sjens. Mér finnst þetta enn þá gaman, það er það sem kitlar mig. Kikkið við að gleðja mannskapinn er örugglega svipað og fyrir Ragga Bjarna að standa á sviði. Þetta kikk rekur mann áfram,“ segir Nökkvi. freyr@frettabladid.is Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Plötusnúðarnir Kiddi Bigfoot og Nökkvi Svavarsson byrjuðu að starfa saman á Dejá Vu fyrir sextán árum. Þeir eru enn í fullu fjöri og skemmta nú á Pósthúsinu um helgar undir nafninu Shadow-DJ-S. „Við vorum plötusnúðar og skemmtanastjórar á Skuggabarnum á sínum tíma þegar hann var hvað vinsælastur. Svo var „reunion“ um daginn og þá fundum við hvað er gaman að spila þessa tónlist sem við vorum að spila þá,“ segir Kiddi. „Pósthúsið var að fíla þetta og við ákváðum að hafa upphitun þar frá 22 til 01. Spila svala tónlist eins og var á Skuggabarnum. Fólk þekkir lögin, dillar sér kannski með þeim, drekkur gott vín og kemur sér í gírinn.“ Kiddi rak síðast skemmtistaðinn Tunglið við Tryggvagötu en eftir að hann hætti hefur hann verið í samstarfi við Sigga Hlö og Valla sport hjá Boogie Nights. Þess á milli starfar hann hjá fyrirtækinu Sparnaði á Akureyri. „Við erum að spila nánast allar helgar í einkasamkvæmum úti um allan bæ og allt land. Ég hef verið töluvert að spila á Volcano Café í Vestmannaeyjum. Það er ótrúleg stemning sem myndast þar. Það er eins og þjóðhátíð í hvert skipti sem ég er þar.“ Þrjátíu ár eru liðin síðan Kiddi þreytti frumraun sína sem plötusnúður og 26 ár eru síðan hann tók fyrst pening fyrir að þeyta skífum. Lögin sem hann spilar eru, eins og gefur að skilja, mismunandi eftir því hvaða fólk er í partíinu. „Ég er örugglega með níu þúsund lög að velja úr. Ef það er einkasamkvæmi spilar maður blandaða tónlist. Þetta fer eftir aldurshópnum. Maður reynir að gleðja eldra fólkið fyrst og svo fara út í yngra í restina því það endist lengur.“ Þótt hann sé orðinn 44 ára er Kiddi hvergi af baki dottinn. „Þann daginn sem ég verð þreyttur á þessu þá hætti ég. Meðan þetta er svona gaman ætla ég að halda áfram,“ segir hann. „Tónlistin er alltaf að breytast og fólkið líka. Þetta er aldrei það sama. Það er bara gaman að gleðja fólk.“ Nökkvi Svavarsson, sem er fimm árum yngri en Kiddi og starfar hjá Ísafoldarprentsmiðju, byrjaði fyrst að vinna með honum á Dejá Vu og hefur verið viðloðandi skemmtanabransann allar götur síðan, þar á meðal á Rex og á Austur. Hann hefur mjög gaman af starfinu rétt eins og kolleginn. „Á meðan Kiddi er enn þá í þessu þá á maður sjens. Mér finnst þetta enn þá gaman, það er það sem kitlar mig. Kikkið við að gleðja mannskapinn er örugglega svipað og fyrir Ragga Bjarna að standa á sviði. Þetta kikk rekur mann áfram,“ segir Nökkvi. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira