Handbolti

Þjóðverjar unnu Lettana með 18 marka mun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Holger Glandorf og félagar í þýska landsliðinu fóru á kostum.
Holger Glandorf og félagar í þýska landsliðinu fóru á kostum. Mynd/AFP

Þýskaland vann 36-18 stórsigur á Lettlandi í Lettlandi í leik liðanna í undankeppni EM í handbolta en liðin eru með Íslandi í riðli. Íslenska landsliðið náði aðeins að vinna tveggja marka sigur á Lettum í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn.

Þjóðverjar gerði 26-26 jafntefli við Austurríki á heimavelli í fyrsta leik sínum en áttu aldrei í vandræðum með Letta í dag. Þýska liðið var komið með 9 marka forskot í hálfleik, 17-8.

Holger Glandorf (TBV Lemgo), Sven-Sören Christophersen (Füchse Berlin), Dominik Klein (THW Kiel) og Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen) skoruðu allir sex mörk fyrir Þjóðverja í þessum leik.

Þýskalandi er því í efsta sæti riðilsins með þrjú stig. Austurríki er með jafnmörg stig en verri markatölu. Íslenska landsliðið er síðan í þriðja sætinu, stigi á eftir toppliðunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×