Samræður við sendiráð verða sjálfsagt erfiðari 7. desember 2010 10:00 Starfsemi bandaríska sendiráðsins hér á landi er sambærileg við starfsemi annarra sendiráða um heim allan, þar á meðal íslenskra sendiráða erlendis. Internet og alþjóðavæðing hefur samt dregið úr mikilvægi upplýsinga frá sendiráðum. „Kannski leiðir þetta til þess að bandarískum sendiráðsstarfsmönnum mun reynast ögn erfiðara að ræða við embættismenn og ráðamenn hér," segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur um áhrifin, sem leki sendiráðsgagna á Wikileaks getur haft hér á landi. „Samt eiga þau sem tala við bandaríska sendiherrann hér á landi að gera sér grein fyrir því að þetta er allt fært til bókar og verður meira og minna opið eftir tuttugu til þrjátíu ár. Munurinn felst í tímasetningunni og menn vilja geta treyst því að það sem heitir trúnaðarsamtal sé trúnaðarsamtal." Guðni segir starfsemi sendiráða reyndar hafa breyst mikið síðustu áratugi. „Áður var þessi upplýsingaöflun miklu viðameiri, því oft var sendiráðið eina heimildin sem stjórnvöld í Washington höfðu um það sem var að gerast hér á landi. En með interneti og alþjóðavæðingu hefur það breyst mikið. Eftir stendur þó að diplómatar eru oft í þeirri aðstöðu að geta fengið viðtöl við ráðamenn og álitsgjafa. Þeirra hlutverk er að veita ráðamönnum og embættismönnum í heimalandinu upplýsingar og ráðgjöf. Þeir gera það kannski misvel og hafa mismikil tök á því að komast að kjarna málsins." Bandaríska sendiráðið hefur yfir mun meiri mannafla, fjárráðum og tækjabúnaði að ráða en til dæmis íslensku sendiráðin erlendis. Póstar sambærilegir skýrslumGuðni Th. Jóhannesson.Bandarísku sendiráðspóstarnir eru engu að síður sambærilegir við skýrslur sendiherra Íslands erlendis eða annarra starfsmanna sendiráðanna, sem sendar eru heim til utanríkisráðuneytisins, eins og sjá mátti þegar nokkrar slíkar skýrslur voru birtar á vef íslenska utanríkisráðuneytisins í síðasta mánuði meðal annarra gagna varðandi stuðning Íslands við Íraksstríðið 2002-2003. Þar á meðal er bréf frá Helga Ágústssyni sendiherra dagsett 14. apríl, 2003, þar sem Helgi skýrir frá kvöldverðarborði hjá Donald Rumsfeld:„Sendiherrahjón voru sl. laugardag meðal kvöldverðargesta Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra og eiginkonu hans á heimili þeirra hjóna á Kalorama Road. Boðið var haldið fyrir fulltrúa þeirra ríkja sem eru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna stríðsins við Írak."Í bréfinu segir Helgi að þau hjónin hafi átt góð samtöl við ráðherrahjónin og aðra matargesti, þar á meðal Dick Cheney varaforseta og Richard B. Myers, yfirmann herráðs Bandaríkjanna.„Varnarmálaráðherrann þakkaði Íslendingum hlýlega veittan stuðning," segir Helgi í bréfi sínu heim til íslenska utanríkisráðuneytisins, en að öðru leyti er lítt fjallað um efni samræðna kvöldsins. Öryggið fyrir bíBandarísku sendiráðsskýrslurnar, sem Wikileaks kom höndum yfir, voru aðgengilegar á öryggisneti Bandaríkjahers, SIPRNet, sem haldið er aðgreindu frá almenna internetinu.Bandaríska varnarmálaráðuneytið í Washington sér um rekstur þessa öryggisnets hersins, en eftir árásirnar á Bandaríkin haustið 2001 var ákveðið að gera aðgang að þessu neti opnari en áður til þess að auðvelda upplýsingamiðlun um öryggismál. Meðal annars var æ fleiri sendiráðum Bandaríkjanna veittur aðgangur að neti hersins, og um leið fékk herinn aðgang að því efni sem sendiráðin um heim allan sendu utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington.Þetta var gert meðal annars vegna þess að skortur á aðgengi upplýsinga var talinn eiga sinn þátt í því að ekki tókst að koma í veg fyrir hryðjuverkin 11. september jafnvel þótt sumar leyniþjónustustofnanir hafi haft í fórum sínum upplýsingar sem hugsanlega hefðu getað komið stjórnvöldum á sporið í tæka tíð.Nú á að stíga þessi skref til baka, og takmarka aðgengi að netinu á ný. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna brást skjótt við og aftengdi sendiráðspóstana frá neti hersins og Hvíta húsið boðaði allsherjar endurskoðun á öryggismálum í tengslum við upplýsingar í stjórnsýslunni. Sú endurskoðun tekur hins vegar tíma og nokkur ár geta liðið þangað til Bandaríkin hafa komið sér upp nýju upplýsinganeti, sem er nægilega öruggt en kemur þó upplýsingum þangað sem þær þurfa að berast. Skroll-Fréttir WikiLeaks Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Starfsemi bandaríska sendiráðsins hér á landi er sambærileg við starfsemi annarra sendiráða um heim allan, þar á meðal íslenskra sendiráða erlendis. Internet og alþjóðavæðing hefur samt dregið úr mikilvægi upplýsinga frá sendiráðum. „Kannski leiðir þetta til þess að bandarískum sendiráðsstarfsmönnum mun reynast ögn erfiðara að ræða við embættismenn og ráðamenn hér," segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur um áhrifin, sem leki sendiráðsgagna á Wikileaks getur haft hér á landi. „Samt eiga þau sem tala við bandaríska sendiherrann hér á landi að gera sér grein fyrir því að þetta er allt fært til bókar og verður meira og minna opið eftir tuttugu til þrjátíu ár. Munurinn felst í tímasetningunni og menn vilja geta treyst því að það sem heitir trúnaðarsamtal sé trúnaðarsamtal." Guðni segir starfsemi sendiráða reyndar hafa breyst mikið síðustu áratugi. „Áður var þessi upplýsingaöflun miklu viðameiri, því oft var sendiráðið eina heimildin sem stjórnvöld í Washington höfðu um það sem var að gerast hér á landi. En með interneti og alþjóðavæðingu hefur það breyst mikið. Eftir stendur þó að diplómatar eru oft í þeirri aðstöðu að geta fengið viðtöl við ráðamenn og álitsgjafa. Þeirra hlutverk er að veita ráðamönnum og embættismönnum í heimalandinu upplýsingar og ráðgjöf. Þeir gera það kannski misvel og hafa mismikil tök á því að komast að kjarna málsins." Bandaríska sendiráðið hefur yfir mun meiri mannafla, fjárráðum og tækjabúnaði að ráða en til dæmis íslensku sendiráðin erlendis. Póstar sambærilegir skýrslumGuðni Th. Jóhannesson.Bandarísku sendiráðspóstarnir eru engu að síður sambærilegir við skýrslur sendiherra Íslands erlendis eða annarra starfsmanna sendiráðanna, sem sendar eru heim til utanríkisráðuneytisins, eins og sjá mátti þegar nokkrar slíkar skýrslur voru birtar á vef íslenska utanríkisráðuneytisins í síðasta mánuði meðal annarra gagna varðandi stuðning Íslands við Íraksstríðið 2002-2003. Þar á meðal er bréf frá Helga Ágústssyni sendiherra dagsett 14. apríl, 2003, þar sem Helgi skýrir frá kvöldverðarborði hjá Donald Rumsfeld:„Sendiherrahjón voru sl. laugardag meðal kvöldverðargesta Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra og eiginkonu hans á heimili þeirra hjóna á Kalorama Road. Boðið var haldið fyrir fulltrúa þeirra ríkja sem eru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna stríðsins við Írak."Í bréfinu segir Helgi að þau hjónin hafi átt góð samtöl við ráðherrahjónin og aðra matargesti, þar á meðal Dick Cheney varaforseta og Richard B. Myers, yfirmann herráðs Bandaríkjanna.„Varnarmálaráðherrann þakkaði Íslendingum hlýlega veittan stuðning," segir Helgi í bréfi sínu heim til íslenska utanríkisráðuneytisins, en að öðru leyti er lítt fjallað um efni samræðna kvöldsins. Öryggið fyrir bíBandarísku sendiráðsskýrslurnar, sem Wikileaks kom höndum yfir, voru aðgengilegar á öryggisneti Bandaríkjahers, SIPRNet, sem haldið er aðgreindu frá almenna internetinu.Bandaríska varnarmálaráðuneytið í Washington sér um rekstur þessa öryggisnets hersins, en eftir árásirnar á Bandaríkin haustið 2001 var ákveðið að gera aðgang að þessu neti opnari en áður til þess að auðvelda upplýsingamiðlun um öryggismál. Meðal annars var æ fleiri sendiráðum Bandaríkjanna veittur aðgangur að neti hersins, og um leið fékk herinn aðgang að því efni sem sendiráðin um heim allan sendu utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington.Þetta var gert meðal annars vegna þess að skortur á aðgengi upplýsinga var talinn eiga sinn þátt í því að ekki tókst að koma í veg fyrir hryðjuverkin 11. september jafnvel þótt sumar leyniþjónustustofnanir hafi haft í fórum sínum upplýsingar sem hugsanlega hefðu getað komið stjórnvöldum á sporið í tæka tíð.Nú á að stíga þessi skref til baka, og takmarka aðgengi að netinu á ný. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna brást skjótt við og aftengdi sendiráðspóstana frá neti hersins og Hvíta húsið boðaði allsherjar endurskoðun á öryggismálum í tengslum við upplýsingar í stjórnsýslunni. Sú endurskoðun tekur hins vegar tíma og nokkur ár geta liðið þangað til Bandaríkin hafa komið sér upp nýju upplýsinganeti, sem er nægilega öruggt en kemur þó upplýsingum þangað sem þær þurfa að berast.
Skroll-Fréttir WikiLeaks Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira