Björgvin klár í risahelgi 4. desember 2010 08:00 Stund milli stríða. Björgvin notaði tækifærið þegar hann fékk smá frí og kíkti á netið á nýju iPad-tölvunni sinni. Fréttablaðið/Daníel Björgvin Halldórsson býður upp á sannkallað jólalagahlaðborð í Laugardalshöllinni þegar einvalalið jólagesta hans treður upp á fernum tónleikum. Búist er við tólf þúsund gestum. „Mér líst ofsalega vel á þetta og það er í raun ótrúlegt að þetta skuli vera í dag," segir Björgvin Halldórsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert jólatónleikaæði hjá íslensku þjóðinni. Um tólf þúsund gestir leggja leið sína í Laugardalinn um helgina og hlýða á Björgvin syngja jólalög ásamt valinkunnum gestum á borð við Paul Potts, Alexander Rybak, Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Kristján Jóhannsson. Stór hópur Gríðarlega stór hópur listamanna kemur að tónleikunum um helgina, strengjasveit, gospelkór, hrynsveit og barnakór. Fjórir tónleikar alls og svo Akureyri um næstu helgi.Sjálfur segist Björgvin vera í flottu formi og raunar alveg furðu rólegur og afslappaður þótt hann syngi í flestum lögunum.„Við erum náttúrlega í skýjunum yfir móttökunum og þessi mikli áhugi setur pressu á okkur. Mér finnst við vera með skothelt prógramm, sem er ekkert skrýtið með þetta lið á bak við okkur," útskýrir Björgvin og telur upp strengjasveitina undir stjórn Rolands Hartwell, hrynsveitina sem Þórir Baldursson stýrir, gospelkór Óskars Einarssonar, barnakór Kársnesskóla sem Þórunn Björnsdóttir heldur utan um og svo alla íslensku söngvarana sem stíga á stokk.Leikstjórinn Gunni Helga stýrir Björgvini á sviðinu.Í fyrsta skipti var brugðið á það ráð að ráða leikstjóra fyrir sýninguna, enda að mörgu að huga þegar jafnstór sýning er annars vegar. Gunnari Helgasyni var falið það vandasama verkefni og segir Björgvin hann lýsa sjálfum sér sem umferðarstjóra.„Kynnir með mér fyrir sunnan er síðan Örn Árnason en fyrir norðan verður það Margrét Blöndal," segir Björgvin, sem vonast til að allir gestir helgarinnar fari heim með smá jólaanda í brjósti sér.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Björgvin Halldórsson býður upp á sannkallað jólalagahlaðborð í Laugardalshöllinni þegar einvalalið jólagesta hans treður upp á fernum tónleikum. Búist er við tólf þúsund gestum. „Mér líst ofsalega vel á þetta og það er í raun ótrúlegt að þetta skuli vera í dag," segir Björgvin Halldórsson. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni ríkir hálfgert jólatónleikaæði hjá íslensku þjóðinni. Um tólf þúsund gestir leggja leið sína í Laugardalinn um helgina og hlýða á Björgvin syngja jólalög ásamt valinkunnum gestum á borð við Paul Potts, Alexander Rybak, Jóhönnu Guðrúnu, Helga Björns og Kristján Jóhannsson. Stór hópur Gríðarlega stór hópur listamanna kemur að tónleikunum um helgina, strengjasveit, gospelkór, hrynsveit og barnakór. Fjórir tónleikar alls og svo Akureyri um næstu helgi.Sjálfur segist Björgvin vera í flottu formi og raunar alveg furðu rólegur og afslappaður þótt hann syngi í flestum lögunum.„Við erum náttúrlega í skýjunum yfir móttökunum og þessi mikli áhugi setur pressu á okkur. Mér finnst við vera með skothelt prógramm, sem er ekkert skrýtið með þetta lið á bak við okkur," útskýrir Björgvin og telur upp strengjasveitina undir stjórn Rolands Hartwell, hrynsveitina sem Þórir Baldursson stýrir, gospelkór Óskars Einarssonar, barnakór Kársnesskóla sem Þórunn Björnsdóttir heldur utan um og svo alla íslensku söngvarana sem stíga á stokk.Leikstjórinn Gunni Helga stýrir Björgvini á sviðinu.Í fyrsta skipti var brugðið á það ráð að ráða leikstjóra fyrir sýninguna, enda að mörgu að huga þegar jafnstór sýning er annars vegar. Gunnari Helgasyni var falið það vandasama verkefni og segir Björgvin hann lýsa sjálfum sér sem umferðarstjóra.„Kynnir með mér fyrir sunnan er síðan Örn Árnason en fyrir norðan verður það Margrét Blöndal," segir Björgvin, sem vonast til að allir gestir helgarinnar fari heim með smá jólaanda í brjósti sér.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira