Lífið

Vel þegin upprifjun

Trausti Júlíusson skrifar
Melchior
Melchior

Tónlist ****

Hljómsveitin Melchior var stofnuð af nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1973. Hún sendi frá sér smáskífuna „Björgólfur-Benóný-Grímúlfur-Melkjör-Emanúel-Egilsson-Leir-Fæt-Bíleigandi-Bergrisi-Hermaníus-Þengill-Trefill" síðla árs 1974.

Mannaskipan tók nokkrum breytingum fyrstu árin, en þegar stóra platan Silfurgrænt Ilmvatn kom út árið 1978 voru í Melchior þau Gunnar Hrafnsson, Hilmar Oddsson, Hróðmar Sigurbjörnsson, Karl Roth, Kristín Jóhannsdóttir og Ólafur Flosason.

Sú skipan hélst óbreytt á seinni breiðskífunni Balapopp sem kom út 1980, en á báðum plötunum komu fjölmargir gestaspilarar við sögu.

Melchior var endurvakin og gaf út sína þriðju stóru plötu í fyrra.

Niðurstaða: Gömlu Melchior-plöturnar aftur fáanlegar í flottri yfirlitsútgáfu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×