Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að Grindvíkingurinn Pétur Guðmundsson hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í vetur.
Pétur er fæddur 1972 og hefur viðamikla reynslu af þjálfarastörfum frá Grindavík. Hann hefur þjálfað meistaraflokk kvenna í Grindavík, yngri flokka, verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og kvenna síðastliðin 15 ár. Ásamt þessu var hann spilandi leikmaður hjá meistaraflokki karla í Grindavík í 15 ár.
„Það er ljóst að Pétur mun koma með ferskar hugmyndir inn í Keflavíkurliðið og telur stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur að þetta muni efla Keflavíkurliðið fyrir komandi átök á tímabilinu," segir í fréttinni á heimasíðu Keflavíkur.
Körfubolti