List án landamæra blífur 29. apríl 2010 13:00 Verk eftir Kristin Þór Elíasson prýðir forsíðu bæklings hátíðarinnar í ár en þetta er í sjöunda sinn sem hún er haldin. Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar. Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar.
Lífið Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira