Segir Suðurnes í heljargreipum Vinstri grænna 26. ágúst 2010 18:55 Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði. Skroll-Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði.
Skroll-Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira