Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma 21. apríl 2010 19:19 Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira