Ísafoldarkvartett með tónleika 30. apríl 2010 08:00 Ísafoldarkvartettinn heldur sína fyrstu tónleika á morgun í Salnum. mynd/Salurinn Ein af ungu grúppunum sem starfa hér á landi úr klassíska geiranum er Ísafoldarkvartettinn sem er skipaður þeim Elfu Rún Kristinsdóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórarni M. Baldurssyni og Margréti Árnadóttur. Hann hefur leikið saman frá stofnun Kammersveitarinnar Ísafoldar árið 2003 og er sprottinn úr því frjósama umhverfi og samstarfi sem kammersveitin hefur reynst. Kammersveitin Ísafold hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2008 sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og sama ár var hún valin Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar. Ísafoldarkvartettinn hefur leikið strengjakvartetta á tónleikum Ísafoldar en ætlar nú í fyrsta sinn að halda eigin tónleika með strengjakvartettum eftir Joseph Haydn, Maurice Ravel og Johannes Brahms. Þeir verða í Salnum, Kópavogi á morgun kl. 17. Öll eru þau þrælmenntuð frá unga aldri: Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari er Akureyringur og fór að læra fjögurra ára. Hún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach-fiðlukeppninni í Leipzig, einnig hvatningarverðlaun Evrópska menningarsjóðsins og var valin bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum, allt árið 2006. Elfa Rún hefur leikið einleik bæði heima og erlendis með ýmsum hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands. Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari stundaði nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Haustið 2004 hóf Helga Þóra nám við Listaháskólann í Berlín, þreytti Helga Þóra Diplom-próf 2007 og hlaut hæstu einkunn. Sem einleikari hefur Helga Þóra leikið fiðlukonsert Johannes Brahms, tvær rapsódíur fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Béla Bartók, og fiðlukonsert nr. 2 eftir Bohuslav Martinu. Um þessar mundir er Helga Þóra búsett í París. Þórarinn Már Baldursson ólst upp í Aðaldal. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist 2002. Sama ár hlaut hann fasta stöðu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Margrét Árnadóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2000, stundaði framhaldsnám við Juilliard og lauk þaðan meistaragráðu 2006. Það sama ár voru henni veitt menningarverðlaun The American-Scandinavian Society. Margrét hefur komið fram á einleiks- og kammertónleikum í Bandaríkjunum, Kína og hér heima; þar á meðal á Tíbrá, Kammermúsíkklúbbnum, Kristal og sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns og starfar nú sem sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.- pbb Lífið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ein af ungu grúppunum sem starfa hér á landi úr klassíska geiranum er Ísafoldarkvartettinn sem er skipaður þeim Elfu Rún Kristinsdóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórarni M. Baldurssyni og Margréti Árnadóttur. Hann hefur leikið saman frá stofnun Kammersveitarinnar Ísafoldar árið 2003 og er sprottinn úr því frjósama umhverfi og samstarfi sem kammersveitin hefur reynst. Kammersveitin Ísafold hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2008 sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og sama ár var hún valin Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar. Ísafoldarkvartettinn hefur leikið strengjakvartetta á tónleikum Ísafoldar en ætlar nú í fyrsta sinn að halda eigin tónleika með strengjakvartettum eftir Joseph Haydn, Maurice Ravel og Johannes Brahms. Þeir verða í Salnum, Kópavogi á morgun kl. 17. Öll eru þau þrælmenntuð frá unga aldri: Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari er Akureyringur og fór að læra fjögurra ára. Hún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach-fiðlukeppninni í Leipzig, einnig hvatningarverðlaun Evrópska menningarsjóðsins og var valin bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum, allt árið 2006. Elfa Rún hefur leikið einleik bæði heima og erlendis með ýmsum hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands. Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari stundaði nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Haustið 2004 hóf Helga Þóra nám við Listaháskólann í Berlín, þreytti Helga Þóra Diplom-próf 2007 og hlaut hæstu einkunn. Sem einleikari hefur Helga Þóra leikið fiðlukonsert Johannes Brahms, tvær rapsódíur fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Béla Bartók, og fiðlukonsert nr. 2 eftir Bohuslav Martinu. Um þessar mundir er Helga Þóra búsett í París. Þórarinn Már Baldursson ólst upp í Aðaldal. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist 2002. Sama ár hlaut hann fasta stöðu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Margrét Árnadóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2000, stundaði framhaldsnám við Juilliard og lauk þaðan meistaragráðu 2006. Það sama ár voru henni veitt menningarverðlaun The American-Scandinavian Society. Margrét hefur komið fram á einleiks- og kammertónleikum í Bandaríkjunum, Kína og hér heima; þar á meðal á Tíbrá, Kammermúsíkklúbbnum, Kristal og sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns og starfar nú sem sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.- pbb
Lífið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira