Rýming gekk snurðulaust og eftir áætlun 15. apríl 2010 04:30 skráningarborðið Árni Magnússon fararstjóri ræðir við Hrafnhildi Björnsdóttur vettvangsstjóra í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla á Hvolsvelli þegar hann kom þangað með hóp 30 breskra skólastúlkna rétt fyrir fimm að morgni. Fréttablaðið/Vilhelm Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira