McDowell og Kaymer kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni 8. desember 2010 09:45 Graeme McDowell átti frábært ár og sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Nordic Photos/Getty Images Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira