Ivey ævintýrið gekk upp hjá Snæfelli - unnu Keflavík með 22 stigum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2010 20:32 Hlynur Bæringsson. Mynd/Daníel Snæfellingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Keflavík með sannfærandi 22 stiga sigri, 91-69, í öðrum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Liðin hafa því byrjað lokaúrslitin á því að bursta hvort annað í fyrstu tveimur leikjunum. Næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn. Snæfellingar flugu með Jeb Ivey frá Reykjavík til Stykkishólms og hann náði því í Hólminn í tæka tíð fyrir leikinn og þetta mikla ævintýri fyrir leikinn virtist ekki trufla aðra leikmenn liðsins. Ivey átti fínan leik og var með 13 stig og 4 stoðsendingar en bestu menn liðsins voru þó Sigurður Þorvaldsson (29 stig) og Hlynur Bæringsson (13 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar). Snæfell byrjaði betur, komst í 3-0, 10-7 og 15-9 en liðið var síðan 24-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Pálmi Freyr Sigurgeirsson byrjaði sem leikstjórnandi hjá Snæfelli og var með fimm stoðsendingar í leikhlutanum en Jeb Ivey kom fyrst inn í leikinn í stöðunni 17-11. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta, minnkaði muninn í 24-23 og virtist vera komið í gang en þá svöruðu heimammenn með frábærum kafla þar sem Keflavík skoraði ekki í tæpar fimm mínútur. Snæfell skoraði þarna 19 stig í röð og komst síðan mest 25 stigum í leikhlutanum, 50-25, áður en gestirnir úr Keflavík náðu muninum niður í 19 stig fyrir hálfleik. Snæfell var 54-35 yfir í hálfleiks en Sigurður Þorvaldsson skoraði 21 stig í hálfleiknum og Hlynur Bæringsson varmeð 9 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Keflavík kom muninum niður í sextán stig um miðjan þriðja leikhluta en lengra komust þeir ekki og Snæfell var komið 26 stigum yfir, 74-48, fyrir lokaleikhlutann. Jeb Ivey byrjaði 4. leikhlutann síðan á því að setja niður tvö tæknivíti eftir að Guðjón Skjúlason, þjálfari Keflavíkur hafði fengið tæknivillu milli 3. og 4. leikhluta. Fjórði leikhlutinn var síðan formsatriði þar sem Snæfellingar lönduðu öruggum sigri.Snæfell-Keflavík 91-69 (54-35)Stig Snæfells: Sigurður Á. Þorvaldsson 29/4 fráköst, Martins Berkis 16, Hlynur Bæringsson 13/16 fráköst/6 stoðsendingar, Jeb Ivey 13, Jón Ólafur Jónsson 8/5 fráköst, Páll Fannar Helgason 5, Emil Þór Jóhannsson 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Gunnlaugur Smárason 1.Stig Keflavíkur: Uruele Igbavboa 15/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 14, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Draelon Burns 8, Davíð Þór Jónsson 2, Gunnar H. Stefánsson 2, Sverrir Þór Sverrisson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 1/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Snæfellingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Keflavík með sannfærandi 22 stiga sigri, 91-69, í öðrum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Liðin hafa því byrjað lokaúrslitin á því að bursta hvort annað í fyrstu tveimur leikjunum. Næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn. Snæfellingar flugu með Jeb Ivey frá Reykjavík til Stykkishólms og hann náði því í Hólminn í tæka tíð fyrir leikinn og þetta mikla ævintýri fyrir leikinn virtist ekki trufla aðra leikmenn liðsins. Ivey átti fínan leik og var með 13 stig og 4 stoðsendingar en bestu menn liðsins voru þó Sigurður Þorvaldsson (29 stig) og Hlynur Bæringsson (13 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar). Snæfell byrjaði betur, komst í 3-0, 10-7 og 15-9 en liðið var síðan 24-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Pálmi Freyr Sigurgeirsson byrjaði sem leikstjórnandi hjá Snæfelli og var með fimm stoðsendingar í leikhlutanum en Jeb Ivey kom fyrst inn í leikinn í stöðunni 17-11. Keflavík skoraði fimm fyrstu stig annars leikhluta, minnkaði muninn í 24-23 og virtist vera komið í gang en þá svöruðu heimammenn með frábærum kafla þar sem Keflavík skoraði ekki í tæpar fimm mínútur. Snæfell skoraði þarna 19 stig í röð og komst síðan mest 25 stigum í leikhlutanum, 50-25, áður en gestirnir úr Keflavík náðu muninum niður í 19 stig fyrir hálfleik. Snæfell var 54-35 yfir í hálfleiks en Sigurður Þorvaldsson skoraði 21 stig í hálfleiknum og Hlynur Bæringsson varmeð 9 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Keflavík kom muninum niður í sextán stig um miðjan þriðja leikhluta en lengra komust þeir ekki og Snæfell var komið 26 stigum yfir, 74-48, fyrir lokaleikhlutann. Jeb Ivey byrjaði 4. leikhlutann síðan á því að setja niður tvö tæknivíti eftir að Guðjón Skjúlason, þjálfari Keflavíkur hafði fengið tæknivillu milli 3. og 4. leikhluta. Fjórði leikhlutinn var síðan formsatriði þar sem Snæfellingar lönduðu öruggum sigri.Snæfell-Keflavík 91-69 (54-35)Stig Snæfells: Sigurður Á. Þorvaldsson 29/4 fráköst, Martins Berkis 16, Hlynur Bæringsson 13/16 fráköst/6 stoðsendingar, Jeb Ivey 13, Jón Ólafur Jónsson 8/5 fráköst, Páll Fannar Helgason 5, Emil Þór Jóhannsson 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Gunnlaugur Smárason 1.Stig Keflavíkur: Uruele Igbavboa 15/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 14, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Draelon Burns 8, Davíð Þór Jónsson 2, Gunnar H. Stefánsson 2, Sverrir Þór Sverrisson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 1/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira