Henning: Frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2010 22:12 Henning Henningsson, þjálfari Hauka. Mynd/Daníel Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum. „Þetta snýst um það að vera tilbúin núna. Við erum búnar að vera að berjast á fullu í þessum neðri hluta. Við erum búin að vera undirbúa okkur fyrir það sem við ætluðum að gera," segir Henning en Haukarnir eru búnar að vinna 13 af 14 síðustu leikjum sínum í deild, bikar og úrslitakeppni. „Við fengum góðan bikarleik fyrir hálfum mánuði síðan og hann sýndi okkur að við getum ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi leikir á móti Grindavík voru hörkuleikir og ég segi að það var bara happa eða glappa hvar sigurinn í báðum leikjunum myndi lenda. Við vorum heppnar að sigurinn lenti okkar megin. Við héldum haus í lokinn og þetta féll okkar megin" segir Henning hógvær. Heather Ezell var í strangri gæslu í kvöld en það kom ekki að sök og hin danska Kiki Lund blómstraði í staðinn. „Liðin hafa lagt ofurkapp að stoppa Heather í vetur. Hún er líkamlega sterkari heldur en allir aðrir leikmenn í deildinni. Það er svolítið hangið í henni. Kiki nýtti tækifærið sín vel í dag og Hetaher var líka að finna hana. Þær voru að spila mjög vel saman," segir Henning og hann er ánægður með bandaríska bakvörðinn sinn Heather Ezell sem var með 54 stig og 20 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Grindavík. „Það er frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi. Við stefndum á að komast í þessi undanúrslit og það er virkilega gaman að fá að spila við KR," segir Henning og bætir við: „Við skulum vona það að við mætum til leiks með allt annað lið en í síðasta leik á móti þeim þegar við töpuðum með 32 stigum. Ég ætla ekki aðkoma með neinar yfirlýsingar. Við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki. Það var mjög gott að klára þetta einvígi 2-0 því þá fáum við mikilvæga daga til þess að hvíla okkur. Við ætlum að nota þessa daga til þess að stilla saman strengina og fínpússa hlutina og mætum síðan tilbúnar í Vesturbæinn á laugardaginn," sagði Henning að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Henning Henningsson, þjálfari Hauka, var kátur eftir 81-74 sigur Haukaliðsins á Grindavík í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum úrslitakeppninni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Með sigrinum tryggði Haukaliðið sér sæti í undanúrslitunum. „Þetta snýst um það að vera tilbúin núna. Við erum búnar að vera að berjast á fullu í þessum neðri hluta. Við erum búin að vera undirbúa okkur fyrir það sem við ætluðum að gera," segir Henning en Haukarnir eru búnar að vinna 13 af 14 síðustu leikjum sínum í deild, bikar og úrslitakeppni. „Við fengum góðan bikarleik fyrir hálfum mánuði síðan og hann sýndi okkur að við getum ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi leikir á móti Grindavík voru hörkuleikir og ég segi að það var bara happa eða glappa hvar sigurinn í báðum leikjunum myndi lenda. Við vorum heppnar að sigurinn lenti okkar megin. Við héldum haus í lokinn og þetta féll okkar megin" segir Henning hógvær. Heather Ezell var í strangri gæslu í kvöld en það kom ekki að sök og hin danska Kiki Lund blómstraði í staðinn. „Liðin hafa lagt ofurkapp að stoppa Heather í vetur. Hún er líkamlega sterkari heldur en allir aðrir leikmenn í deildinni. Það er svolítið hangið í henni. Kiki nýtti tækifærið sín vel í dag og Hetaher var líka að finna hana. Þær voru að spila mjög vel saman," segir Henning og hann er ánægður með bandaríska bakvörðinn sinn Heather Ezell sem var með 54 stig og 20 stoðsendingar í leikjunum tveimur á móti Grindavík. „Það er frábært að fá að spila á móti besta liðinu á Íslandi. Við stefndum á að komast í þessi undanúrslit og það er virkilega gaman að fá að spila við KR," segir Henning og bætir við: „Við skulum vona það að við mætum til leiks með allt annað lið en í síðasta leik á móti þeim þegar við töpuðum með 32 stigum. Ég ætla ekki aðkoma með neinar yfirlýsingar. Við ætlum að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki. Það var mjög gott að klára þetta einvígi 2-0 því þá fáum við mikilvæga daga til þess að hvíla okkur. Við ætlum að nota þessa daga til þess að stilla saman strengina og fínpússa hlutina og mætum síðan tilbúnar í Vesturbæinn á laugardaginn," sagði Henning að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira