Aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð kynnt 31. mars 2009 15:40 Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætluninni sé ætlað að stuðla að öflugri velferðar- og almannaþjónustu. „Í henni koma fram helstu áherslur stjórnvalda í velferðarmálum næstu misserin.," segir einnig. Ráðherra segir að áætlunin sé mikilvægt leiðarljós í væntanlegum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri. „Áætlunin felur ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk heldur er þetta raunsæ áætlun sem endurspeglar þau verkefni sem stjórnvöld þurfa að beina sjónum sínum að í velferðasamfélagi okkar á tímum aðhalds og sparnaðar," segir ráðherra. „Sérstaklega þarf að gæta þess „að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar og að við mótun sparnaðartillagna verði störf fólks varin eins og kostur er, sérstaklega innan velferðarkerfisins." Tilgreint er í áætluninni hvaða ráðuneytum er ætlað að bera ábyrgð á einstökum aðgerðum. Velferðarvaktin annast eftir atvikum nánari útfærslu einstakra aðgerða, framkvæmd og eftirfylgni. Áætlunin byggist á tillögum velferðarvaktarinnar sem hefur skilað skilaði áfangaskýrslu sinni og nýlegum tillögum starfshóps félags- og tryggingamálaráðherra um vinnumarkaðsaðgerðir. Í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að áhrif efnahagsþrenginganna á einstaklinga séu aðeins komnar fram að litlu leyti, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, erfiða skuldastöðu margra og verulega fjölgun aðstoðarbeiðna til félagsþjónustu sveitarfélaga. Velferðarvaktin telur mikilvægt að úrræði til að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna séu samfelld. Þau miði í fyrsta lagi að því að aðstoða þá sem eiga í mestum vanda, í öðru lagi aðstoða þá sem eru í áhættuhópi og í þriðja lagi stuðning við þá sem standa sæmilega en hafa þörf fyrir einföld úrræði til að létta greiðslubyrði sína svo þeir komist klakklaust í gegnum þrengingar næstu missera. Velferðarvaktinni sem var skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra í febrúar síðastliðnum, hefur verið falið að halda áfram störfum sínum. Áfangaskýrsla ásamt upplýsingum um störf hennar er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um velferð er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Kosningar 2009 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætluninni sé ætlað að stuðla að öflugri velferðar- og almannaþjónustu. „Í henni koma fram helstu áherslur stjórnvalda í velferðarmálum næstu misserin.," segir einnig. Ráðherra segir að áætlunin sé mikilvægt leiðarljós í væntanlegum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri. „Áætlunin felur ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk heldur er þetta raunsæ áætlun sem endurspeglar þau verkefni sem stjórnvöld þurfa að beina sjónum sínum að í velferðasamfélagi okkar á tímum aðhalds og sparnaðar," segir ráðherra. „Sérstaklega þarf að gæta þess „að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar og að við mótun sparnaðartillagna verði störf fólks varin eins og kostur er, sérstaklega innan velferðarkerfisins." Tilgreint er í áætluninni hvaða ráðuneytum er ætlað að bera ábyrgð á einstökum aðgerðum. Velferðarvaktin annast eftir atvikum nánari útfærslu einstakra aðgerða, framkvæmd og eftirfylgni. Áætlunin byggist á tillögum velferðarvaktarinnar sem hefur skilað skilaði áfangaskýrslu sinni og nýlegum tillögum starfshóps félags- og tryggingamálaráðherra um vinnumarkaðsaðgerðir. Í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að áhrif efnahagsþrenginganna á einstaklinga séu aðeins komnar fram að litlu leyti, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, erfiða skuldastöðu margra og verulega fjölgun aðstoðarbeiðna til félagsþjónustu sveitarfélaga. Velferðarvaktin telur mikilvægt að úrræði til að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna séu samfelld. Þau miði í fyrsta lagi að því að aðstoða þá sem eiga í mestum vanda, í öðru lagi aðstoða þá sem eru í áhættuhópi og í þriðja lagi stuðning við þá sem standa sæmilega en hafa þörf fyrir einföld úrræði til að létta greiðslubyrði sína svo þeir komist klakklaust í gegnum þrengingar næstu missera. Velferðarvaktinni sem var skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra í febrúar síðastliðnum, hefur verið falið að halda áfram störfum sínum. Áfangaskýrsla ásamt upplýsingum um störf hennar er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um velferð er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.
Kosningar 2009 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira