Glatað tækifæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. október 2009 06:00 Það gustaði um vinstri menn hér á landi eftir kosningarnar í apríl. Þjóðin hafði veitt minnihlutastjórninni umboð sitt til að takast á við vandann og gert hana að meirihlutastjórn. Tveir vinstri flokkar höfðu fengið meirihlutafylgi; nokkuð sem aldrei hafði áður gerst í sögunni. Enga meðreiðarsveina þurfti með og hægt var að teikna upp vinstri stjórn eins og vinstri menn vildu hafa hana. Og metnaðurinn til þess var skýr. Í Norræna húsinu var stjórnin kynnt og til norðurlandanna skyldi horft. Norræn velferðarstjórn var markmiðið og stjórnarflokkarnir gumuðu af því að nú yrði frjálshyggjunni - sem þeir sögðu hafa ráðið hér óhefta síðustu ár - vísað frá háborðinu og út í horn. Félagshyggjan skyldi ráða ferðinni og með hana í huga yrðu allar stjórnvaldsákvarðanir teknar. Stjórnin dró enga dul á að erfið verkefni biði hennar. Allir þeir sem settust í ráðherrastól hafa gert sér grein fyrir að þeirra biðu erfið verkefni, niðurskurður, uppsagnir og samdráttur. Hafi einhver ekki gert sér grein fyrir því í apríl hefur sá hinn sami verið blindur. Leiðin var hins vegar vörðuð í grófum dráttum. Samið hafði verið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, samið skyldi um Icesave, helstu línur í niðurskurði lágu fyrir og ljóst var að skatta þyrfti að hækka. Nákvæmar línur höfðu ekki verið dregnar, en útlínur rissaðar upp. Þannig var staðan strax í árdaga stjórnarinnar. Nú virðist hins vegar svo komið að stjórnin gæti fallið. Miklar deilur innan annars stjórnarflokksins hafa skekið hana og óljóst er hvort hún lifir það af. Svo virðist sem menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað biði þeirra þegar samið var um stjórnina í vor. Að menn hafi ekki áttað sig á hve risavaxið verkefni beið þeirra, að nú reyndi á hverja menn þeir geymdu andspænis vandanum. Nú yrði ljóst hverjir hefðu það hlutverk að leiða þjóðina til sælli tíma og hverjir væru í stjórnmálum eingöngu til að gagnrýna. Springi stjórnin á næstunni er ljóst að sögulegt tækifæri fer forgörðum. Trauðla mun sú staða koma upp aftur að tveir vinstri flokkar nái meirihluta og geti mótað samfélagið að hugmyndum sínum með norræna velferðarhugsjón að vopni. Hún er því mikil ábyrgðin sem hvílir á herðum þeirra stjórnarliða sem véla um framtíð stjórnarinnar. Vonandi bera þeir gæfu til að setja eigin persónu til hliðar og horfa á hugsjónirnar. Annars eru þeir ekki merkilegir stjórnmálamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Það gustaði um vinstri menn hér á landi eftir kosningarnar í apríl. Þjóðin hafði veitt minnihlutastjórninni umboð sitt til að takast á við vandann og gert hana að meirihlutastjórn. Tveir vinstri flokkar höfðu fengið meirihlutafylgi; nokkuð sem aldrei hafði áður gerst í sögunni. Enga meðreiðarsveina þurfti með og hægt var að teikna upp vinstri stjórn eins og vinstri menn vildu hafa hana. Og metnaðurinn til þess var skýr. Í Norræna húsinu var stjórnin kynnt og til norðurlandanna skyldi horft. Norræn velferðarstjórn var markmiðið og stjórnarflokkarnir gumuðu af því að nú yrði frjálshyggjunni - sem þeir sögðu hafa ráðið hér óhefta síðustu ár - vísað frá háborðinu og út í horn. Félagshyggjan skyldi ráða ferðinni og með hana í huga yrðu allar stjórnvaldsákvarðanir teknar. Stjórnin dró enga dul á að erfið verkefni biði hennar. Allir þeir sem settust í ráðherrastól hafa gert sér grein fyrir að þeirra biðu erfið verkefni, niðurskurður, uppsagnir og samdráttur. Hafi einhver ekki gert sér grein fyrir því í apríl hefur sá hinn sami verið blindur. Leiðin var hins vegar vörðuð í grófum dráttum. Samið hafði verið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, samið skyldi um Icesave, helstu línur í niðurskurði lágu fyrir og ljóst var að skatta þyrfti að hækka. Nákvæmar línur höfðu ekki verið dregnar, en útlínur rissaðar upp. Þannig var staðan strax í árdaga stjórnarinnar. Nú virðist hins vegar svo komið að stjórnin gæti fallið. Miklar deilur innan annars stjórnarflokksins hafa skekið hana og óljóst er hvort hún lifir það af. Svo virðist sem menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað biði þeirra þegar samið var um stjórnina í vor. Að menn hafi ekki áttað sig á hve risavaxið verkefni beið þeirra, að nú reyndi á hverja menn þeir geymdu andspænis vandanum. Nú yrði ljóst hverjir hefðu það hlutverk að leiða þjóðina til sælli tíma og hverjir væru í stjórnmálum eingöngu til að gagnrýna. Springi stjórnin á næstunni er ljóst að sögulegt tækifæri fer forgörðum. Trauðla mun sú staða koma upp aftur að tveir vinstri flokkar nái meirihluta og geti mótað samfélagið að hugmyndum sínum með norræna velferðarhugsjón að vopni. Hún er því mikil ábyrgðin sem hvílir á herðum þeirra stjórnarliða sem véla um framtíð stjórnarinnar. Vonandi bera þeir gæfu til að setja eigin persónu til hliðar og horfa á hugsjónirnar. Annars eru þeir ekki merkilegir stjórnmálamenn.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun