Körfubolti

Signý: Gerðum klaufaleg mistök

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Signý Hermannsdóttir í leik með Val síðastliðinn vetur.
Signý Hermannsdóttir í leik með Val síðastliðinn vetur. Mynd/Vilhelm
Signý Hermannsdóttir landsliðsfyrirliði var ekki ánægð eftir að Ísland tapaði fyrir Hollandi, 70-52, í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í kvöld.

„Þær eru vissulega hávaxnar en það á ekki að trufla okkur mikið," sagði Signý eftir leikinn. „Þetta virtist einfaldlega ganga illa hjá okkur í kvöld. Við töpuðum mikið boltanum í fyrri hálfleik og gerðum klaufaleg mistök sem gerði það að verkum að þær komust 6-8 stigum yfir. Það var í raun alger óþarfi því þetta hafði verið jafn leikur fram að því."

„En við hefðum vissulega mátt nýta skotin okkar betur, sérstaklega þar sem við vorum á heimavelli."

Hún sagði þó sitthvað jákvætt við leik liðsins í kvöld. „Við vorum að stíga þær ágætlega út og spiluðum hörkuvörn. Sóknarleikurinn var var hikstandi og er það eitthvað sem við getum lagað fyrir næsta leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×