Áttu að slíta starfsemi Samvinnutrygginga fyrir löngu 7. desember 2009 18:31 Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, sumarið 2007. Þetta vakti töluverða athygli, enda stóð til að Gift yrði skipt upp milli allra þeirra sem áttu réttindi í samvinnutryggingum. Félagið átti meðal annars hlut í Icelandair, en einnig stóran hlut í kaupþingi og Exista, auk hluta í Straumi og Landsbankanum. Fyrir hrun námu eignir félagsins tugum milljarða króna. Tugir þúsunda Íslendinga sem áður tryggðu hjá Samvinnutryggingum áttu rétt til að eignast hlut í Gift, en fengu aldrei, því megið af eignunum hvarf í hruninu. Milljarða skuldir standa eftir. Lagastofnun var falið að rannsaka starfsemi félagsins í fyrra. Skýrsla um málið, sem Stefán Már Stefánsson, prófessor vann, liggur nú fyrir, en hefur ekki verið birt. Eftir því sem fréttastofan kemst næst, er það afdráttarlaus meginniðurstaða Stefáns, að Samvinnutryggingum hefði átt að slíta sumarið 1994. Þá var nettóeign félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu um 220 milljónir króna. En enda þótt þau fyrirtæki og einstaklingar sem í reynd áttu félagið, hafi aldrei séð krónu, þá hafa fjármunir félagsins nýst ýmsum við ýmsar fjárfestingar, eftir að því átti að slíta, samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar. Til að mynda átti félagið hlut í Eglu sem aftur átti þátt í að kaupa stóran hlut í Búnaðarbankanum árið 2002. Þá hefur félagið einnig átt hlut í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Það félag hefur aftur verið stór eigandi í Icelandair. Finnur sjálfur, var þegar síðast fréttist, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins, sem að líkindum var ráðandi afl innan eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, sumarið 2007. Þetta vakti töluverða athygli, enda stóð til að Gift yrði skipt upp milli allra þeirra sem áttu réttindi í samvinnutryggingum. Félagið átti meðal annars hlut í Icelandair, en einnig stóran hlut í kaupþingi og Exista, auk hluta í Straumi og Landsbankanum. Fyrir hrun námu eignir félagsins tugum milljarða króna. Tugir þúsunda Íslendinga sem áður tryggðu hjá Samvinnutryggingum áttu rétt til að eignast hlut í Gift, en fengu aldrei, því megið af eignunum hvarf í hruninu. Milljarða skuldir standa eftir. Lagastofnun var falið að rannsaka starfsemi félagsins í fyrra. Skýrsla um málið, sem Stefán Már Stefánsson, prófessor vann, liggur nú fyrir, en hefur ekki verið birt. Eftir því sem fréttastofan kemst næst, er það afdráttarlaus meginniðurstaða Stefáns, að Samvinnutryggingum hefði átt að slíta sumarið 1994. Þá var nettóeign félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu um 220 milljónir króna. En enda þótt þau fyrirtæki og einstaklingar sem í reynd áttu félagið, hafi aldrei séð krónu, þá hafa fjármunir félagsins nýst ýmsum við ýmsar fjárfestingar, eftir að því átti að slíta, samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar. Til að mynda átti félagið hlut í Eglu sem aftur átti þátt í að kaupa stóran hlut í Búnaðarbankanum árið 2002. Þá hefur félagið einnig átt hlut í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Það félag hefur aftur verið stór eigandi í Icelandair. Finnur sjálfur, var þegar síðast fréttist, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins, sem að líkindum var ráðandi afl innan eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira