Minningartónleikar um Rúnar 5. febrúar 2009 06:00 Landsliðið heiðrar Rúnar á stórtónleikum í Laugardalshöllinni 2. maí. Fréttablaðið/Teitur Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. „Lögin sem pabbi kom nálægt verða auðvitað í forgrunni," segir Baldur. „Við höfum úr stórum lagalista að moða. Við erum ekki alveg búnir að telja þetta saman en mér sýnist lögin sem pabbi skildi eftir sig á plötum vera einhvers staðar á milli þrjú til fjögur hundruð. Við erum að setja saman dagskrá kvöldsins í þessum töluðu orðum. Það gengur vel. Allir sem við höfum kallað til eru mjög velviljaðir og spenntir fyrir verkefninu." Tónleikarnir verða stjörnum prýddir. Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Hjálmar, KK, Krummi, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Heiða, Helgi Björns, Lifun og Deep Jimi & The Zep Creams hafa staðfest þátttöku og stórfjölskyldan; synir, barnabörn og María Baldurs munu birtast á sviðinu. Þá munu flest böndin sem Rúnar spilaði með koma fram. Búast má við Hljómum og GCD en Baldur segir ekki enn fullfrágengið hver „verði Rúnar" í þessum hljómsveitum - „Við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur. Í sumum tilfellum þurfa ef til vill fleiri en einn að leysa hann af, bassaleikari og söngvari, eða söngvarar," segir hann. Trúbrot kemur einnig fram þótt aðeins Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens séu lifandi af upprunalegu meðlimunum. Hin vandfylltu skörð verða fyllt af toppfólki, lofar Baldur. Ráðgert er að hefja miðasölu í mars.- drg Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Minningartónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir í Laugardalshöllinni 2. maí. Synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sjá um skipulagninguna í samvinnu við Bravo. Flestir forkólfar íslenskrar dægurlagamenningar hafa boðað komu sína. „Lögin sem pabbi kom nálægt verða auðvitað í forgrunni," segir Baldur. „Við höfum úr stórum lagalista að moða. Við erum ekki alveg búnir að telja þetta saman en mér sýnist lögin sem pabbi skildi eftir sig á plötum vera einhvers staðar á milli þrjú til fjögur hundruð. Við erum að setja saman dagskrá kvöldsins í þessum töluðu orðum. Það gengur vel. Allir sem við höfum kallað til eru mjög velviljaðir og spenntir fyrir verkefninu." Tónleikarnir verða stjörnum prýddir. Páll Óskar, Sálin hans Jóns míns, Hjálmar, KK, Krummi, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Heiða, Helgi Björns, Lifun og Deep Jimi & The Zep Creams hafa staðfest þátttöku og stórfjölskyldan; synir, barnabörn og María Baldurs munu birtast á sviðinu. Þá munu flest böndin sem Rúnar spilaði með koma fram. Búast má við Hljómum og GCD en Baldur segir ekki enn fullfrágengið hver „verði Rúnar" í þessum hljómsveitum - „Við erum að velta ýmsum möguleikum fyrir okkur. Í sumum tilfellum þurfa ef til vill fleiri en einn að leysa hann af, bassaleikari og söngvari, eða söngvarar," segir hann. Trúbrot kemur einnig fram þótt aðeins Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens séu lifandi af upprunalegu meðlimunum. Hin vandfylltu skörð verða fyllt af toppfólki, lofar Baldur. Ráðgert er að hefja miðasölu í mars.- drg
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp