Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og þar héldu Valur og Stjarnan áfram góðu gengi sínu en Valur vann KR 4-1 á Vodafonevellinum og Stjarnan vann Aftureldingu/Fjölni 3-0 á Stjörnuvelli.
Breiðablik gaf aftur á móti eftir í toppbaráttunni með 2-0 tapi gegn Þór/KA á Akureyrarvelli en Norðanstúlkur náðu þar með að hefna fyrir 6-1 tapið gegn Blikum í fyrri leik liðanna í Kópavogi.
Dragan Stojanovic, þjálfari Þór/KA, var eðlilega í skýjunum með sigur liðs síns í kvöld en Rakel Hönnudóttir skoraði bæði mörkin á fyrsta hálftíma leiksins.
„Ég er gríðarlega ánægður með lið mitt og mér fannst við spila vel í níutíu mínútur. Við unnum frábæran sigur gegn frábæru liði og erum nú að nálgast toppinn eftir erfiða byrjun á mótinu þegar við töpuðum illa gegn Breiðablik og Val," segir Dragan í samtali við Vísi í kvöld.
Valur og Stjarnan eru með 26 stig, Breiðablik er með 23 stig og Þór/KA fylgir þar fast á eftir með 22 stig.
Úrslit og markaskorarar kvöldsins (heimild: fótbolti.net)
Þór/KA 2-0 Breiðablik
1-0 Rakel Hönnudóttir ('6)
2-0 Rakel Hönnudóttir ('30)
Stjarnan 3-0 Afturelding/Fjölnir
1-0 Inga Birna Friðjónsdóttir ('13)
2-0 Helga Franklínsdóttir ('30)
3-0 Anika Laufey Baldursdóttir ('86)
Rautt spjald: Edda María Birgisdóttir
Fylkir 8-0 Keflavík
1-0 Anna Björg Björnsdóttir
2-0 Anna Björg Björnsdóttir
3-0 María Kristjánsdóttir
4-0 Danka Podovac
5-0 Anna Björg Björnsdóttir
6-0 Anna Björg Björnsdóttir
7-0 (Sjálfsmark)
8-0 Anna Sigurðardóttir
Valur 4-1 KR
1-0 Katrín Jónsdóttir ('27)
2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('36)
3-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('39)
4-0 Dóra María Lárusdóttir ('41)
4-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('58)
GRV 2-1 ÍR
1-0 Alexandra Sveinsdóttir ('20)
2-0 Anna Þórunn Guðmundsdóttir ('50)
2-1 Bryndís Jóhannesdóttir ('65)
Rautt spjald: Micaela L Crowley, ÍR ('20)