Mistök Samfylkingarinnar voru að fylgja ekki eigin sannfæringu 27. mars 2009 16:48 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, sagði í setningarræðu í upphafi landsfundar í dag að flokkurinn hafi gert mistök með því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Hún sagðist hafa líkt og margir aðrir sýnt ákveðið andvaraleysi gagnvart samfélagsþróuninni. En sem aðili að síðustu ríkisstjórn hafi hún staldrað við tvennt öðru fremur. Í fyrsta lagi telur Ingibjörg að hennar stærsta yfirsjón hafi verið að gera ekki mun afdráttarlausari kröfur um breytingar á stjórnkerfinu þegar Samfylkingin efndi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn vorið 2007. „Breytingar sem hefðu tryggt meiri fagmennsku, gagnrýni og gagnsæi í stjórnkerfinu. Í Sjálfstæðisflokknum fer auðvald og ríkisvald hönd í hönd. Hér ríkir kunningjakapítalismi."Ný forysta Sjálfstæðisflokksins sló ryki í augu Ingibjargar Ingibjörg sagðist hafa margítrekað þetta í opinberri umræðu á liðnum árum. Þessvegna hafi hún átt að vita þetta. „Það sem sló hins vegar ryki í augu okkar voru þær mannabreytingar sem þá höfðu orðið í forystu flokksins. Nýir og geðþekkari einstaklingar höfðu tekið við stjórninni og við bundum vonir við þá. Við horfðum framhjá því við stjórnarmyndunina að vandamálið er ekki fólkið heldur flokkurinn." Önnur yfirsjón er að hafa ekki gert kröfu um miklu fastara og ákveðnara taumhald á aðgerðum ríkisins strax og Glitnismálið kom upp. Ingibjörg sagði að aðgerðirnar hafi verið of fálmkenndar, upplýsingar hafi verið af skornum skammti og framkvæmd hafi tekið alltof langan tíma. „Þetta vil ég endilega segja hér, ekki vegna þess að ég telji mig þannig geta fullnægt formsatriði sem gerir mér kleift að kasta syndunum bakvið mig og hafa jafnvel af því pólitískan ávinning, heldur vegna þess að það er mín skoðun að við verðum að horfast í augu við að þarna liggi hin pólitíska ábyrgð Samfylkingarinnar gagnvart samfélaginu og mín þar með. Við fylgdum ekki nógu fast eftir okkar eigin sannfæringu um nauðsynlegar umbætur, við fylgdum ekki orðum eftir með athöfnum, við létum gildismat Sjálfstæðisflokksins og viðskiptalífsins yfir okkur ganga og súpum nú seyðið af því ásamt með þorra þjóðarinnar," sagði Ingibjörg.Tóku fagnandi brauðmolum sem hrutu af borðum auðmanna Ingibjörg sagði hafa hugsað mikið um atburði haustsins og reynt að skilja það siðrof sem varð í íslensku samfélagi þegar ákveðinn hópur manna hætti að sækja sér viðmið í íslenskan veruleika, tók upp lífshætti erlendra auðmanna og gaf goðsögninni um stéttlaust samfélag á Íslandi langt nef. „Svo er ég enn að reyna að komast til botns í því hvers vegna íslenskt samfélag gekkst inn á þetta, þó að ekki væri nema með þegjandi þögninni eða með því að taka fagnandi þeim brauðmolum sem hrutu af borðum auðmannanna - og má þá einu gilda hvort í hlut áttu rithöfundar, leikhúsfólk, stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn, sveitarstjórnarmenn, skólamenn eða aðrir framámenn í samfélaginu," sagði Ingibjörg. Samstarfið við sjálfstæðismenn var ekki bara slæmt Ingibjörg sagði að hafa verið í huga að samstarf Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks stóð aðeins í 18 mánuði. Samfylkingin hafi að sjálfsögðu ætlað nota að minnsta kosti fjögur ár til að ná fram breytingum sem skipti máli. Pólitískum kúltúr og stofnunum verð ekki breytt eins og hendi sé veifað. Til þess þurfi tíma og sagðist Ingibjörg þekkja það frá tíma sínum í Reykjavíkurborg. „Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn var þó ekki bara slæmt og mikilvægt er að hafa í huga að margvíslegar réttarbætur náðu fram að ganga," sagði Ingibjörg. Ísland í hópi tíu samkeppnishæfustu þjóða fyrir 2020 Ingibjörg sagði að meðal þeirra brýnu verkefna sem ný ríkisstjórn þurfi að hrinda í framkvæmd væri heildstæð sóknarstefna fyrir íslenskt atvinnulíf þar sem stefnan verði tekin á að Ísland verði komið í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims fyrir 2020. Um leið verði að fylgja metnaðarfullri félagslegri jafnaðarstefnu, sem hafi það að markmiði að tryggja að allir landsmenn hafi lágmarksframfærslu. „Þessum markmiðum verður erfitt að ná og halda meðan við búum við þær sveiflur sem fylgja okkar litla gjaldmiðli. Þessvegna verður ekki lengur undan því vikist að marka nýja peningamálastefnu með samningum við Evrópusambandið. Strax í upphafi aðildarviðræðna er hægt að leita samvinnu við ESB um aðgerðir til að auðvelda afnám gjaldeyrishafta og styðja við verðmyndun krónunnar.Ég hef á undanförnum mánuðum rætt stöðu Íslands ítarlega í einkasamtölum við utanríkisráðherra helstu ríkja Evrópusambandsins og hef skynjað ríkan áhuga á aðild okkar. Þrátt fyrir allt þá er lag núna," sagði Ingibjörg. Hægt er að fylgjast með setningu fundarins í beinni á heimasíðu Samfylkingarinnar. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Landsfundur Samfylkingarinnar settur í Smáranum Landsfundur Samfylkingarinnar átti að hefjast í Smáranum í Kópavogi klukkan fjögur í dag en vegna umferðatafa varð að fresta setningu fundarins um nokkrar míníutur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins mun setja fundinn og flytja lokaræðu sína sem formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingarmenn gera ráð fyrir að um tvö þúsund manns sæki fundinn alls staðar að af landinu en fundurinn er raunar opinn öllum sem áhuga hafa. 27. mars 2009 16:20 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, sagði í setningarræðu í upphafi landsfundar í dag að flokkurinn hafi gert mistök með því að fylgja ekki eigin sannfæringu. Hún sagðist hafa líkt og margir aðrir sýnt ákveðið andvaraleysi gagnvart samfélagsþróuninni. En sem aðili að síðustu ríkisstjórn hafi hún staldrað við tvennt öðru fremur. Í fyrsta lagi telur Ingibjörg að hennar stærsta yfirsjón hafi verið að gera ekki mun afdráttarlausari kröfur um breytingar á stjórnkerfinu þegar Samfylkingin efndi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn vorið 2007. „Breytingar sem hefðu tryggt meiri fagmennsku, gagnrýni og gagnsæi í stjórnkerfinu. Í Sjálfstæðisflokknum fer auðvald og ríkisvald hönd í hönd. Hér ríkir kunningjakapítalismi."Ný forysta Sjálfstæðisflokksins sló ryki í augu Ingibjargar Ingibjörg sagðist hafa margítrekað þetta í opinberri umræðu á liðnum árum. Þessvegna hafi hún átt að vita þetta. „Það sem sló hins vegar ryki í augu okkar voru þær mannabreytingar sem þá höfðu orðið í forystu flokksins. Nýir og geðþekkari einstaklingar höfðu tekið við stjórninni og við bundum vonir við þá. Við horfðum framhjá því við stjórnarmyndunina að vandamálið er ekki fólkið heldur flokkurinn." Önnur yfirsjón er að hafa ekki gert kröfu um miklu fastara og ákveðnara taumhald á aðgerðum ríkisins strax og Glitnismálið kom upp. Ingibjörg sagði að aðgerðirnar hafi verið of fálmkenndar, upplýsingar hafi verið af skornum skammti og framkvæmd hafi tekið alltof langan tíma. „Þetta vil ég endilega segja hér, ekki vegna þess að ég telji mig þannig geta fullnægt formsatriði sem gerir mér kleift að kasta syndunum bakvið mig og hafa jafnvel af því pólitískan ávinning, heldur vegna þess að það er mín skoðun að við verðum að horfast í augu við að þarna liggi hin pólitíska ábyrgð Samfylkingarinnar gagnvart samfélaginu og mín þar með. Við fylgdum ekki nógu fast eftir okkar eigin sannfæringu um nauðsynlegar umbætur, við fylgdum ekki orðum eftir með athöfnum, við létum gildismat Sjálfstæðisflokksins og viðskiptalífsins yfir okkur ganga og súpum nú seyðið af því ásamt með þorra þjóðarinnar," sagði Ingibjörg.Tóku fagnandi brauðmolum sem hrutu af borðum auðmanna Ingibjörg sagði hafa hugsað mikið um atburði haustsins og reynt að skilja það siðrof sem varð í íslensku samfélagi þegar ákveðinn hópur manna hætti að sækja sér viðmið í íslenskan veruleika, tók upp lífshætti erlendra auðmanna og gaf goðsögninni um stéttlaust samfélag á Íslandi langt nef. „Svo er ég enn að reyna að komast til botns í því hvers vegna íslenskt samfélag gekkst inn á þetta, þó að ekki væri nema með þegjandi þögninni eða með því að taka fagnandi þeim brauðmolum sem hrutu af borðum auðmannanna - og má þá einu gilda hvort í hlut áttu rithöfundar, leikhúsfólk, stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn, sveitarstjórnarmenn, skólamenn eða aðrir framámenn í samfélaginu," sagði Ingibjörg. Samstarfið við sjálfstæðismenn var ekki bara slæmt Ingibjörg sagði að hafa verið í huga að samstarf Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks stóð aðeins í 18 mánuði. Samfylkingin hafi að sjálfsögðu ætlað nota að minnsta kosti fjögur ár til að ná fram breytingum sem skipti máli. Pólitískum kúltúr og stofnunum verð ekki breytt eins og hendi sé veifað. Til þess þurfi tíma og sagðist Ingibjörg þekkja það frá tíma sínum í Reykjavíkurborg. „Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn var þó ekki bara slæmt og mikilvægt er að hafa í huga að margvíslegar réttarbætur náðu fram að ganga," sagði Ingibjörg. Ísland í hópi tíu samkeppnishæfustu þjóða fyrir 2020 Ingibjörg sagði að meðal þeirra brýnu verkefna sem ný ríkisstjórn þurfi að hrinda í framkvæmd væri heildstæð sóknarstefna fyrir íslenskt atvinnulíf þar sem stefnan verði tekin á að Ísland verði komið í hóp tíu samkeppnishæfustu þjóða heims fyrir 2020. Um leið verði að fylgja metnaðarfullri félagslegri jafnaðarstefnu, sem hafi það að markmiði að tryggja að allir landsmenn hafi lágmarksframfærslu. „Þessum markmiðum verður erfitt að ná og halda meðan við búum við þær sveiflur sem fylgja okkar litla gjaldmiðli. Þessvegna verður ekki lengur undan því vikist að marka nýja peningamálastefnu með samningum við Evrópusambandið. Strax í upphafi aðildarviðræðna er hægt að leita samvinnu við ESB um aðgerðir til að auðvelda afnám gjaldeyrishafta og styðja við verðmyndun krónunnar.Ég hef á undanförnum mánuðum rætt stöðu Íslands ítarlega í einkasamtölum við utanríkisráðherra helstu ríkja Evrópusambandsins og hef skynjað ríkan áhuga á aðild okkar. Þrátt fyrir allt þá er lag núna," sagði Ingibjörg. Hægt er að fylgjast með setningu fundarins í beinni á heimasíðu Samfylkingarinnar.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Landsfundur Samfylkingarinnar settur í Smáranum Landsfundur Samfylkingarinnar átti að hefjast í Smáranum í Kópavogi klukkan fjögur í dag en vegna umferðatafa varð að fresta setningu fundarins um nokkrar míníutur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins mun setja fundinn og flytja lokaræðu sína sem formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingarmenn gera ráð fyrir að um tvö þúsund manns sæki fundinn alls staðar að af landinu en fundurinn er raunar opinn öllum sem áhuga hafa. 27. mars 2009 16:20 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
Landsfundur Samfylkingarinnar settur í Smáranum Landsfundur Samfylkingarinnar átti að hefjast í Smáranum í Kópavogi klukkan fjögur í dag en vegna umferðatafa varð að fresta setningu fundarins um nokkrar míníutur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins mun setja fundinn og flytja lokaræðu sína sem formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingarmenn gera ráð fyrir að um tvö þúsund manns sæki fundinn alls staðar að af landinu en fundurinn er raunar opinn öllum sem áhuga hafa. 27. mars 2009 16:20