Skora á stjórnvöld að tryggja sumarannir 8. apríl 2009 09:16 Anna Pála Sverrisdóttir er formaður Ungra jafnaðarmanna. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, taka undir þá kröfu stúdenta að háskólar landsins opni dyr sínar til að mæta atvinnuleysi námsmanna í sumar. Framhaldsskólar þurfa sömuleiðis að koma til móts við nemendur sína nú meðan tímabundið atvinnuleysi er mest. Ungir jafnaðarmenn segja að hið opinbera tapar miklum peningum á að bregðast ekki við með þessum hætti. Þá mótmæla Ungir jafnaðarmenn misrétti milli nemenda einkarekinna og opinberra háskóla. Allt að 8000 háskólanemar fá ekki vinnu í sumar en samkvæmt könnun á vegum starfshóps Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, sýna stúdentar eindreginn vilja til að stunda nám í stað þess að sitja auðum höndum, segir í ályktun Ungra jafnaðarmanna. „Ungir jafnaðarmenn benda jafnframt á að þrátt fyrir að réttur einstaklinga í þessum hópi til atvinnuleysisbóta sé mjög misjafn, á fjöldi stúdenta rétt á einhverjum bótum sem kemur til með að kosta ríkið fúlgur. Gagnvart þeim sem ekki hafa bótarétt hafa sveitarfélögin framfærsluskyldu, eins og Stúdentaráð HÍ hefur bent á." Þannig er hagkvæmara fyrir hið opinbera að lána þessum nemum til að geta stundað nám í sumar en að greiða út atvinnuleysisbætur eða félagslegan stuðning, segja Ungir jafnaðarmenn. Auk þess spari ríkið ekkert með að lána ekki stúdentum fyrir námi í sumar. Að mati Ungra jafnaðarmanna myndu stúdentar hvort sem er sækja um lán seinna fyrir þeim einingum sem þeir annars gætu klárað í sumar. Kosningar 2009 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, taka undir þá kröfu stúdenta að háskólar landsins opni dyr sínar til að mæta atvinnuleysi námsmanna í sumar. Framhaldsskólar þurfa sömuleiðis að koma til móts við nemendur sína nú meðan tímabundið atvinnuleysi er mest. Ungir jafnaðarmenn segja að hið opinbera tapar miklum peningum á að bregðast ekki við með þessum hætti. Þá mótmæla Ungir jafnaðarmenn misrétti milli nemenda einkarekinna og opinberra háskóla. Allt að 8000 háskólanemar fá ekki vinnu í sumar en samkvæmt könnun á vegum starfshóps Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, sýna stúdentar eindreginn vilja til að stunda nám í stað þess að sitja auðum höndum, segir í ályktun Ungra jafnaðarmanna. „Ungir jafnaðarmenn benda jafnframt á að þrátt fyrir að réttur einstaklinga í þessum hópi til atvinnuleysisbóta sé mjög misjafn, á fjöldi stúdenta rétt á einhverjum bótum sem kemur til með að kosta ríkið fúlgur. Gagnvart þeim sem ekki hafa bótarétt hafa sveitarfélögin framfærsluskyldu, eins og Stúdentaráð HÍ hefur bent á." Þannig er hagkvæmara fyrir hið opinbera að lána þessum nemum til að geta stundað nám í sumar en að greiða út atvinnuleysisbætur eða félagslegan stuðning, segja Ungir jafnaðarmenn. Auk þess spari ríkið ekkert með að lána ekki stúdentum fyrir námi í sumar. Að mati Ungra jafnaðarmanna myndu stúdentar hvort sem er sækja um lán seinna fyrir þeim einingum sem þeir annars gætu klárað í sumar.
Kosningar 2009 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira